Hérna eru nokkrir góðir:

Kona nokkur fór í strætó með nýfætt barn. Þegar hún steig inn sagði strætóbílstjórinn við hana: “Þetta er ljótasta barn sem ég hef séð”. Konan sármóðgaðist, en fór inn í strætóinn og settist við hliðina á gömlum manni. Þá sagði hún við gamla manninn: “Bílstjórinn þarna móðgaði mig ekkert smá”. Þá sagði gamli maðurinn: “Farðu bara og segðu honum til syndanna, ég skal halda á apanum þínum á meðan”.

_________________________

Það voru einu sinni 3 mýs upp á hól að rífast um það hver væri sterkust.
Fyrsta músin sagði: “Heyrðu marr' ég tók nú bara músagildruna eins og bekkpressu”.
Önnur músin sagði: “Heyrðu það er ekki rassgat; ég var á svo miklu fylliríi um helgina að ég drakk músaeitur allveg eins og bjór”.
Þá fer þriðjamúsin alltí einu að labba í burtu og mús númer 1 og 2 kalla á eftir henni: “Djöfuls aumingi ertu, helvítis kellingin þín!”.
Þá kallar þriðja músin: “Heyriði, strákar ég nenni þessu ekki, ég er farin heim að ríða kettinum”.

__________________________

Eiginkonan: “Hvað myndir þú gera ef ég myndi deyja? Myndir þú gifta þig aftur?”
Eiginmaðurinn: “Örugglega ekki.”
Eiginkonan: “Af hverju ekki? Finnst þér ekki gott að vera giftur?”
Eiginmaðurinn: “Jú auðvitað.”
Eiginkonan: “Af hverju myndir þú þá ekki vilja gifta þig aftur?”
Eiginmaðurinn: “Allt í lagi. Líklega myndi ég gifta mig aftur.”
Eiginkonan: “Virkilega?” (særð á svipinn)
Eiginmaðurinn: “Ja … Ég veit ekki.”
Eiginkonan: “Myndir þú sofa hjá henni í rúminu okkar?”
Eiginmaðurinn: “Hvar annarsstaðar ættum við að sofa?”
Eiginkonan: “Myndir þú setja myndir af henni í staðinn fyrir myndir af mér?”
Eiginmaðurinn: “Já, ef út í það er farið, myndi ég líklega gera það.”
Eiginkonan: “Myndi hún nota golfkylfurnar mínar?”
Eiginmaðurinn: “Nei, hún er örvhent…”
Eiginkonan: (þrúgandi þögn)
Eiginmaðurinn: “Andskotinn….”

__________________________

Það leit út fyrir að Guð væri búinn að skapa það sem unnt væri að skapa þegar hann uppgötvaði að það voru tveir hlutir eftir og hann ákvað að skipta þeim milli Adams og Evu.

Hann sagði þeim að annar hluturinn gerði það að verkum að eigandinn gæti pissað standandi. “Mjög eigulegur hlutur” sagði Guð og spurði hvort þeirra hefði áhuga.

Adam hoppaði upp og niður og bað
“Góði Guð, gefðu mér hann. Ég verð að fá hann. Þetta er eitthvað sem menn verða að hafa. Plís, plís, plís, gerðu það…..ég verð að fá hann”

Eva brosti og sagði Guði að fyrst að hann væri svona áhugasamur þá væri henni alveg sama þótt hann fengi hann.

Úr því að Adam var svona áhugasamur gaf Guð honum hlutinn sem gerði honum kleift að pissa standandi.

Adam rauk af stað og sletti aðeins á nálægt tré og hljóp síðan niðrí fjöru og skrifaði nafnið sitt í sandinn. “Þvílík heppni”, hugsaði hann….

Guð og Eva horfðu á Adam smá stund, og þá sagði Guð við
Evu: “Jæja, ég reikna þá með að þú viljir hinn hlutinn, Eva”

“Hvað er það kallað? ” spurði Eva.

“Heili”, svaraði Guð.