Topp 10: Ástæður fyrir því að Guð er að gráta (það er rigning)


10. Af því að mörg þúsund manns unnu sér inn pláss í helvíti um helgina

9. Guð var að fatta að Skítamórall fékk gullplötu

8. Hann er bara svo viðkvæmur þessa daganna

7. Hann var búinn að sigta út aðra Maríu en Fjölnir Tattoo náði henni

6. Það tók sig upp gömul blóðeitrun hjá Jesú

5. Hann var að plokka á sér nefhárin

4. Nýjar öryggisreglur á himnum skylda alla engla til að vera með hjálma

3. Það komu fleira í helvíti en til himna fyrstu sex mánuði ársins

2. Hann var á netinu og sló inn Angels og fékk bara klámsíður

1. Af því að allir sem hann sendir á jörðina sem Jesú endurfæddan lenda á geðdeildum

[úr Topp 10 listabókinni, og heyrðist einnig á X-inu 97.7]