Magga fór inn í stóra veiðafæraverslun (með dauðum ísbirni við innganginn) og ætlaði að kaupa veiðistöng sem afmælisgjöf handa Jónasi.
Sölumaður með dökk sólgleraugu og stóran en góðlegan hund bak við búðarborðið spurði hana „Get ég aðstoðað frúna?“
„Ja, ég ætlaði að kaupa veiðistöng handa manninum mínum, hvað geturðu sagt mér um þessa?“ sagði Magga.
Sölumaðurinn svaraði „Fyrirgefðu frú, en ég er algerlega blindur og get ekki séð stöngina sem þú bendir á. En ef þú lætur hana detta á búðarborðið, þá get ég sagt þér allt um hana út frá hljóðinu sem hún myndar.“
Magga tók stöngina upp og eins og hann hafði beðið um og lét hana detta á afgreiðsluborðið
Hann var fljótur til. „Þetta er Zebco 2500, glerfíber, 192 sentimetrar, meðalstíf, 15.000 krónur.“
Möggu fannst mikið til um þetta og fann aðra stöng og gerði það sama við hana.
„Þetta er Orion 35C, hágæða grafít, 180 sentimetrar, mjúk, best með léttum spúnum, 20.000 krónur.“
Magga var stórhrifin af þesu og ákvað að kaupa seinni stöngina.
Á meðan afgreiðslumaðurinn var að slá verðið á stönginni inn í kassann fékk Magga allt í einu mikla þörf fyrir að reka við, og þar sem enginn var nálægur lét hún vaða og sá ekki ástæðu til að biðja afgreiðslumanninn afsökunar, enda var hann blindur og gat ekki vitað að þetta var hún sem gerði þetta.
Sölumaðurinn sagði „Þetta gera þá 25.000 krónur.“
„TUTTUGU OG FIMM ÞÚSUND KRÓNUR???“ sagði Magga. „En áðan sagðir þú tuttugu þúsund?“
„Já, það er rétt,“ sagði maðurinn, „Tuttugu þúsund fyrir stöngina, þrjú þúsund fyrir gæsaflautuna og tvö þúsund fyrir maðkadolluna.“