Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.

Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann, um að opna sparireikning: ‘'þetta eru miklir peningar, þú skilur.’'

Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans -viðskiptavinurinn er konungur!!!

Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn.
Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan allir þessir peningar kæmu.

´´Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur
- hvernig stendur á því?´´

Gamla konan svaraði honum ´´ Mjög einfalt. Ég veðja!''

´´Veðjar?'' spurði bankastjórinn, ´´hvers konar veðmál?''

Gamla konan svaraði:´´Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig, uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!´´

Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: ´´Það er fáránlegt! Á þennan hátt getur þú aldrei unnið svona mikla peninga.´´

Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?´´

´´Auðvitað!´´ svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.

´´Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki
ferköntuð.´´

Gamla konan svaraði:´´ Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir
peningar, má ég þá koma við á morgunn, klk 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum líka vitni?´´

´´Auðvitað!´´ Bankastjórinn samþykkti.

Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði
ýtarlega á sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg viss!

Morguninn eftir kom gamla konan, klk 10:00 í bankann með
lögfræðinginn sinn.

Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið
uppá 25.000 evrur.

Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér
væru ekki ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að skoða málið (punginn) einu sinni.
Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við eistun.

Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.

´´O.K.´´ sagði bankastjórinn öruggur.
´´ Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss.

Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.

Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að berja hausnum á sér við vegginn.

Bankastjórinn spurði konuna:´´ Hvað er að lögfræðingnum þínum?´´

Hún svaraði: ´´ Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur
að ég skildi í dag klk 10:00 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.


__________________________________________________________________________





Ljóskan var stödd á hárgreiðslustofu og var að ræða við
klipparann um það að hún væri með svo gamlan bíl sem hún
þyrfti að fara selja, en hann væri bara svo rosalega mikið
ekinn og það eitt gerði það ómögulegt að reyna selja.

“Hann er ekki alveg geðveikt mikið…alveg sko 300.000 km,”
sagði ljóskan.

“Heyrðu ég veit um ráð,” segir klipparinn við ljóskuna. “Ég
á vin sem er bifvélavirki og hann getur reddað þér. Það er
ekki löglegt það sem hann gerir en það reddar þér að selja
bílinn sem fyrst. Farðu bara til hans og segði að ég hafi
sent þig, ég skal vera búin að tala við hann,” segir
klipparinn við ljóskuna sem er himinlifandi að fá þessa
aðstoð enda leit bíllinn mjög vel út fyrir utan það að vera
mikið ekinn.

Næst þegar ljóskan kemur til klipparans stenst klipparinn
ekki mátið og spyr hvort ljóskan hafi nú ekki selt bílinn
strax.

“Ertu frá þér,” segir ljóskan. “Hann er núna ekki ekinn
nema 50.000 km.”

________________________________________________________

Dökkhærð, rauðhærð, og ljóshærðar konur voru að flýja
fangelsi. Þær hlupu langt upp í sveit, en heyrðu að
lögreglan var að nálgast þær.

Þær ákváðu að fela sig í skemmu sem var við einn
sveitabæinn og sáu hvar þrír tómir og stórir kartöflupokar
lágu á gólfinu. Þær ákváðu að fela sig í þeim fyrir
löggunni.

Þær voru rétt komnar ofan í pokanna þegar þær heyra að
lögreglumenn ganga inn í skemmuna.

Ein löggan sér þrjá kartöflupoka og ákveður að ýta í þá.
Hann byrjar á þeim fyrsta og þá heyrir hann, “Mjá…mjá.”
Hann segir við félaga sinn að í þessum poka sé bara köttur.


Hann ýtir í þann næsta og þá heyrist, “VOFF…VOFF.”

“aaaa…þetta er bara hundur,” segir hann og ýtir þar næst
í síðasta pokann, en þá heyrist mjög hátt, “KARTÖFLA,
KARTÖFLA!”

____________________________________________________________________


Dag einn var skógarhöggsmaður að höggva tré og lendir í því
að missa öxina niður djúpt gljúfur þar sem hún sökk svo
niður í ánna. Hann varð eyðilagður og settist niður og fór
að hágráta og bað til guðs um ráð hvað hann ætti að gera.

Allt í einu birtist guð honum og spurði hann hvers vegna
hann gráti? Skógarhöggsmaðurinn segir honum það að öxin
hafi hann misst í ánna.

Guð fór niður gljúfrið, á kaf í ánna og tók upp öxi úr
skíragulli! “Er þetta öxin þín,” spyr guð.

-“Nei,” segir skógarhöggsmaðurinn með ekka…

Guð fer aftur niður og nær í silfraða og fallega öxi og
spyr þess sama!

-“Nei,” segir skógarhöggsmaðurinn og þurrkar tárin.

Guð fer þá í þriðja sinn og kemur með öxi úr járni og spyr
þess sama, “er þetta þín?”

-“Já, já…þetta er hún,” segir skógarhöggsmaðurinn ánægður
með aðstoð guðs.

Guð var skógarhöggsmanninum afar þakklátur fyrir að hafa
ekki skrökvað og sagt frá réttu öxinni svo hann ákvað að
gefa honum gull- og silfur axirnar.


Skógarhöggsmaðurinn fór glaður heim til sín og sagði
konunni sinni frá þessari upplifum með guði. Konan hans
vildi endilega fá að sjá staðinn þar sem guð birtist.

Daginn eftir fóru þau hjónin að skoða staðinn. Það vildi
svo óheppilega til að konan hrasaði og féll ofan í gjánna
og niður hyldýpið. Skógarhöggsmaðurinn í öngum sínum féll á
kné sín og hágrét. Aftur birtist guð honum og spurði hann
hvers vegna hann væri að gráta?

-“Konan mín var að skoða gjánna og hrasaði ofaní,” kjökraði
skógarhöggsmaðurinn út úr sér.

Guð fer þá niður gjánna til að ná í konuna og kemur upp með
Jennifer Lopez! “Er þetta konan þín?” spyr guð
skógarhöggsmanninn.

-“Já, þetta er hún,” segir hann um hæl !!

“Skammastu þín,” segir guð ævareiður. “Þú skrökvaðir því
þetta er ekki konan þín!”

-“Nei bíddu nú aðeins við,” segir skógarhöggsmaðurinn við
guð. “Sko ef ég hefði sagt nei, þá hefðir þú farið aftur og
komið með Jennifer Aniston og ég sagt aftur nei. Þá hefðir
þú loks í þriðja sinn komið með konuna mína og svo gefið
mér hinar tvær. En ég er fátækur skógarhöggsmaður og get á
engan hátt séð fyrir þremur konum! Þess vegna sagði ég
,,já” í fyrstu!