Það var fyrsti skóladagurinn í bandarískum miðskóla en nýr japanskur nemandi, Suzuki að nafni, hafði bæst við bekkinn. Kennarinn sagði:
- Ég ætla að fara yfir sögu Bandaríkja með ykkur í dag. Hver sagði eftirfarandi orð: “ Gefið mér frelsi eða gefið mér dauða?”
Kennarinn leit yfir bekkinn og sá hóp af nemendum sem greinilega vissu ekkert í hinn haus, nema suzuki sem rétti upp höndina.
- Patrick Henry sagði þetta árið 1775.
Mjög gott sagði kennarinn.
En hver sagði: “ríkistjórn fyrir fólkið því fólkið mun ekki hverfa af jörðinni?”
Ekkert svar fékkst frá bekknum nema frá suzuki:
- Abraham Lincoln sagði þetta árið 1863.
Nú var kennaranum orðið heitt í hamsi.
- Þið ættuð að skammast ykkar í þessum bekk. Hér er kominn útlendingur sem veit meira um ykkar eigin sögu en þið.
Nú heyrði kennarinn hátt hvísl:
- Helvítis Japani!
- Hver sagði þetta? spurði hann.
Suzuki rétti upp hönd og svaraði: - Lee Iacocca árið 1982.
Um leið og hann sagði þetta andvarpaði nemandi aftast í bekknum og sagði: - Ég held ég æli.
Kennarinn sá ekki hver hafði sagt þetta og pírði augun og sagði: Hver sagði þetta?
Enn svaraði Suzuki: - George Bush við japanska fosætisráðherrann árið 1991.
Nú voru strákarnir í bekknum orðnir brjálaðir og einn þeirra rak löngutöng upp í loft og sagði:
- Já er það virkilega? Sjúgðu þetta!
Suzuki stökk á fætur með höndina á lofti og hrópaði yfir allan bekkinn: - George bush við Bill Clinton í forsetisframboði árið 1997.