Einu sinni labbaði brúnetta inn til læknis og sagði við hann “ég meiði mig allstaðar”
Læknirinn varð svolítið hissa enda hafði hann ekki heyrt þetta áður.
Læknirinn byrjaði að skoða hana og sagði henni að benda þar sem hún meiðir sig mest.
Konan byrjar að pota sig í hnéin og segjir ææ, síðan potar hún sig í mjöðmina og segjir ái,
á endanum potar hún í magan á sér og segjir ouch.
Læknirinn skoðar konana í nokkra stund og spyr hana síðan.. Ertu búinn að lita á þér hárið? Hún svarar játandi, hann spyr hana síðan hvort hún sé ljóshærð, aftur svarar hún játandi.
Þá segjir læknirinn við hana.. Þú ert puttabrotin.

Ég man hvernig það var alltaf óþægilegt að fara í brúðkaup með fjölskyldunni þegar ég var yngri, af því að amma settist alltaf hjá mér og var svo alltaf sí hnippandi í mig og sagði “jæja, þá ert þú næstur” þegar var búið að gifta brúðhjónin.
En svo steinhætti hún þessu þegar ég fór að gera það sama við hana í jarðaförum.

Einusinni var golfkylfa sem fór á bar og settist við barinn og var búinn að sitja þar í smá stund. Þá sagði barþjónninn: “Hva?, viltu ekki bjór” Kylfan svarar “Nei, ég er Driver.”

Þrjár stúlkur voru við Gullna hliðið að bíða eftir inngöngu. Loks kemur Lykla-Pétur og Gabríel Erkiengill. Pétur segir við stelpurnar: “Áður en að þið fáið inngöngu verðið þið að svara einni einfaldri spurningu.”
“Sem er…?”, spyrja þær.
“Hefur þú verið góð stelpa?” spyr hann þá fyrstu.
“Ó já,” segir hún. “Ég var hrein mey fyrir giftingu og ennþá eftir giftingu.”
“Mjög gott”, segir Lykla-Pétur. “Gabríel, láttu þessa stúlku fá… Gullna lykilinn.”
“Hefur þú verið góð stelpa?” spyr hann þá næstu.
“Ó, nokkuð góð”, segir hún. “Ég var hrein mey fyrir giftingu, en reyndar ekki eftir giftingu.”
“Mjög gott”, segir Lykla-Pétur. “Gabríel, láttu þessa stúlku fá… Silfur lykilinn.”
“Hefur þú verið góð stelpa?” spyr hann þá þriðju.
“Nei, alls ekki”, segir hún. “Ég svaf næstum hjá hverjum einasta gaur sem ég hitti, bæði fyrir og eftir giftingu, hvar sem var, hvenær sem var”.
“Mjög gott”, segir Lykla-Pétur. “Gabríel, láttu þessa stúlku fá… Herbergislykilinn minn.”

Jónas er önnum kafinn í vinnunni þegar Magga hringir „Jónas minn, heldurðu
að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim?“ segir hún.

Jónas fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og
ómögulegu ógöngur sem Magga gæti hafa komið sér í. „Aaa, já-já, auðvitað,
elskan mín, hvað er að?“

„Jú, sko,“ segir Magga, „Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo
hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá.“

Vá, Jónasi létti heilmikið að Magga var ekki í neinni líkamlegri hættu og
húsið ekki að brenna eða eitthvað enn verra. „Sjáðu til elskan, það er
alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er
á myndinni á kassanum?“

„Það er svona risastór hani,“ segir Magga.

Smá þögn. „Ó-kei, settu kornflegsið í skápin!!!!!!!!!“

Er það ekki furðulegt? Ef maður stendur inni í miðju bókasafni og segir „Aaaaaaaggrgrgrgr“, þá stara allir á mann, en ef maður gerir það í flugvél, þá taka allir undir með manni.


Jónas var staddur í lyftu í stóru og fallegu húsi í borginni við sundin og var á leiðinni upp. Þegar hann var kominn nokkrar hæðir upp, stoppaði lyftan og forkunarfögur dama gekk inn. Jónas fann að hún var með dýrt ilmvatn og hafði notað mikið af því. Stúlkan tók eftir því að hann var að nasa út í loftið og sagði með nokkrum þjósti „Romance frá Ralph Lauren, 15.000 krónur glasið.“

Stuttu seinna stoppaði lyftan aftur og inn gekk önnnur fegurðardís með mikið ilmvatn. Hún sá að Jónas var að þefa, svo hún leit niður til hans og sagði „Chanel No. 5, 20.000 krónur únsan.“

Um það bil þrem hæðum seinna stoppaði lyftan þar sem Jónas ætlaði út. Áður en hann fór út úr lyftunni, horfði hann í augun á stúlkunum, blikkaði augunum, beygði sig fram, rak við og sagði „Bakaðar baunir frá Heintz, 128 krónur dósin.

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að bjór inniheldur kvenhormón og er því
hættulegur fyrir karlmenn.
Karlmenn sem drekka bjór taka upp hegðunarmynstur kvenna og ef drykkjunni
er haldið áfram geta þeir átt á hættu að breytast í konur.
100 karlmenn voru látnir drekka bjór og eftir aðeins sex bjóra voru
áhrifin orðin sýnileg á öllum mönnunum (100%).

Þeir:
Þyngdust
Fóru að blaðra tóma vitleysu
Gerðust alltof tilfinninganæmir
Gátu ekki keyrt
Gátu ekki hugsað rökrétt
Rifust útaf engu
Og neituðu að biðjast afsökunar þótt þeir hefðu rangt fyrir sér.

Að teknu tilliti til ofangreindar þátta er sterklega varað við bjórdrykkju
meðal karlmanna.

Júlíus bauð mömmu sinni utan af landi í mat heim til sín í Reykjavík. Júlíus deildi íbúðinni með gullfallegri stúlku sem var líka í matarboðinu en hún hét Ágústa.
Mamma Júlla gat ekki annað en dáðst að fegurð Ágústu yfir matnum en hana hafði lengi grunað að þau væru saman en hafði samt ekki fengi staðfestingu á því. Nú varð hún ennþá forvitnari því henni fannst stúlkan svo myndarleg. ,,ÉG veit hvað þú ert að hugsa mamma“ sagði Júlíus. ,,Við Ágústa erum ekki par. Við deilum bara íbúðinni vegna þess að leigan er svo há.”
Um það bil viku síðan kom Ágústa að máli við Júlíus. ,,Heyrðu. Alveg síðan mamma þín var hérna þá hefur fallega sósuskeiðin, þessi úr silfrinu sem ég held sérstaklega mikið upp á, verið týnd. Heldurðu að það geti verið að mamma þín hafi tekið hana?“ ,,Það er ekki líkt mömmu en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja hana að þessu” sagði Júlíus. Hann settist niður við tölvuna og skrifaði: Elsku mamma. ÉG er ekki að halda því fram að þú hafir tekið sósuskeiðina þegar þú varst hérna. Þvert á móti heldég því fram við Ágústu að þú hafir alls ekki tekið hana. En hún er búin að vera týnd síðan þú varst hérna í mat. Þinn elskandi Júlíus.
Nokkrum dögum síðar fékk Júlíus eftirfarandi tölvupóst frá mömmu sinni. Elsku sonur. Ég er ekki að segja að þú sofir hjá Ágústu. En hins vegar er það staðreynd að ef hún svæfi alltaf í sínu eigin rúmi þá væri hún löngu búin að finna sósuskeiðina. Þín móðir !!

Dyrabjallan hringir hjá einni heimavinnandi og fyrir utan stendur ókunnugur maður. “Afsakaðu ef þér finnst ég vera grófur en ég er tilbúinn að borga þér 10.000 kr bara fyrir að fá að sjá á þér brjóstin”. Konan ætlar að fara að skella hurðinni á nefið á honum en hugsar svo að þetta sé svo sem sárasaklaust fyrir þennan pening. Hún lyftir peysunni og hann borgar henni það sem upp var sett. Hann býr sig undir að fara en snýr sér aftur að konunni “Hvernig lýst þér á 50.000 kall fyrir að taka öll fötin af ?” Hún hugsar um allt sem hún geti gert fyrir þann pening og segir OK, rífur af sér fötin sýnir kalli og klæðir sig aftur. Hann borgar og gengur burt, snýr sér snögglega við og segir “Úr því að við erum byrjuð hvernig lýst þér á 150.000 fyrir að koma í rúmið með mér??” Konan hugsar þetta dágóða stund og ákveður svo að slá til. Þau klára sig af og hann borgar og fer.
Um kvöldið kemur maðurinn hennar heim úr vinnunni og spyr kellu “Hvernig var svo dagurinn hjá þér”. “Hann var bara mjög góður” segir hún
hálfglottandi. Hann sest inní stofu en kallar svo fram eftir smástund “Heyrðu elskan, kom einhver frá skrifstofunni í dag með orlofspeningana mína??”

Svona getur maður gert

starfið sitt skemmtilegt ef hugmyndaflugið er fyrir hendi.

Hjón í sumarfríi fóru í bústað hjá Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. “Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?” spyr hann. “Ég er að lesa bók” svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). “Þú ert á lokuðu veiðisvæði” segir vörðurinn. “Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa” segir hún. “Já” svarar hann, “En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta”. “Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!” svarar hún þá. “En ég hef ekki snert þig ” segir vörðurinn forviða. “Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund”. “Hafðu það gott í dag frú” sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!


Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í einu af trjánum hans.

Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn.

Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.

Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.

“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.

“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.

“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”

“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”

“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”

“Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ HELVÍTIS HUNDINN ! !”


Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur.

Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi.
Ekkert gekk upp!

Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi.

Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það.
Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna.
Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði – en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma.

Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna.

Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði: “Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig.
Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig innilega fyrirgefningar.”

Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram: “Bara svona fyrir forvitnis sakir, hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?”