
“Elsku Bubbi minn. Mér líður hálf ílla því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum því ég veit að þú myndir stinga upp beðin fyrir mig. Áttu von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur Pabbi.”
Eftir örfáa daga fékk hann svar frá syni sínum:
“Elsku Pabbi
Í GUÐANNA BÆNUM EKKI STINGA UPP GARÐINN!
Ég gróf dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi.”
Í birtingu morgunin eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunnar og stungu upp öll beðin, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunnar og hurfu á braut. Sama daginn fékk hann annan tölvupóst frá syninum:
“Elsku Pabbi
Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi.”