Jæja ég hef að undanförnu heyrt frá vinum mínum að ég sé með alveg afskaplega asnalegana húmor. Mér persónulega finnst það ekki sko :P en mér finnst svona 5 aura brandara yfirleit alveg æðislegir sérstaklega fílabrandarar:P en þessir bradarar sem koma hér á eftir eru bókstaflega fyndnustu brandarar sem ég hef heyrt :P
Filabrandarar ;) enjoy :D
Af hverju datt fíllinn niður úr trénu?
- af því að hann var dauður
Af hverju datt annar fíll niður úr trénu?
- af því að hann var límdur við þennan á undan
Af hverju datt þriðji fíllinn niður úr trénu?
- af því að hann hélt að þetta væri leikur.
Af hverju datt tréð?
- því það hélt að það væri fíll.
Og svo fleiri…..
Hvað veistu þegar þú sérð 3 fíla í bleikum bolum?
- að þeir eru allir í sama liði
Hvað sagði Tarzan þegar 1000 fílar komu yfir hæðina?
- hey, þarna koma 1000 fílar yfir hæðina
En hvað sagði Tarzan þegar 1000 fílar með sólgleraugu komu yfir hæðina?
- Ekkert, hann þekkti þá ekki.
Af hverju mála Fílar neglurnar á sér bláar?
- svo þeir geti falið sig í bláberjalyngi.
En hefuru einhvern tímann séð Fíl í bláberjalyngi?
- Nei
Sko þetta virkar ;)
En já ég hef líka soldið mean húmor en þó er þetta ekki meint á neinn vondann hátt ;) já og bara svona btw þá hef ég ekkert á móti fötluðum né þroskaheftum!
Sigga litla var búin a missa bæði hendurnar og fæturnar. En þó var hún ennþá glöð og lifandi.
Einn daginn sat hún í eldhúsinu með Mömmu sinni. Og Sigga sagði við mömmu sína ,,Mamma…? Má ég fá kex?”
En mamma hennar svaraði ekki. Svo hún sagði aftur núna aðeins hærra.
,,Mamma…? Má ég fá kex?”
En mamma hennar svaraði ekki. Svo hún sagði núna aðeins hærra en í hin skiptin
,,Mamma…? Má ég fá kex?”
og þá sagði mamma hennar : Sigga mín, Engar hendur ekkert kex!
Önnur saga af Siggu.
Hún Sigga var hörkuduleg og æfði af kappi sund. Eitt skiptið þegar hún var á æfingu sagði þjálfarinn hennar að þau ættu að synda 30 ferðir. Þegar Sigga litla var u.þ.b hálfnuð byrjaði hún allt í einu að synda í hringi.
Og þjálfarinn sagði við hana Sigga mín…? af hverju ertu að synda í hringi? Og ekki svaraði hún svo hann spurði aftur. Sigga, af hverju ertu að synda í hringi? Og þá sagði Sigga : Ég fékk krampa í eyrað!
Og sú þriðja og seinasta.
Sigga litla fór í fjallgöngu með sundhópnum sínum. Hún var búin að vera rosalega dugleg að fara upp fjallið en svo þegar hún var að nálgast toppinn fór hún að dragast aftur úr. Og þjálfarinn hennar kallaði niður till hennar þegar hópurinn var kominn á toppinn : Sigga mín…? ertu ekki að koma? Og þá sagði Sigga Ég er búin með tennurnar!
Ég ætla rétt að vona að enginn af þessum bröndurum hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum.