Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu. Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp. Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: “Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?” Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna!
Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?"
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!



_______________________________________________________________________
Nonni litli sá bílinn hans pabba síns aka framhjá leikvellinum og inn í
skógarjaðrið. Þar sem Nonni er mjög forvitinn drengur, elti hann bílinn og
sá pabba og Siggu frænku í ástríðufullum faðmlögum. Nonna litla fannst
þetta mjög spennandi og fylgdist með í nokkra stund. Hann gat varla hamið
sjálfan sig eftir að heim var komið og byrjaði, mjög æstur, að segja mömmu
sinni frá.
MAMMAMAMMA, ÉGVARÚTIÁLEIKVELLIÞEGARPABBIOG…

Mamma bað hann um að róa sig aðeins. Hún vildi endilega heyra söguna hjá
honum, en hann yrði að tala rólega.
Svo Nonni byrjar aftur: Ég var úti á leikvelli og ég sá pabba fara með
Siggu frænku í bílnum inn í skóginn. Ég elti þau og hann var að kyssa Siggu
frænku, svo hjálpaði hann henni að fara úr pilsinu, svo hjálpaði Sigga
pabba að fara úr buxunum, svo lagði Sigga frænka sætin aftur og lagðist,
svo lagðist pabbi…

Á þessari stundu, stoppaði mamma Nonna hann af og sagði: Nonni minn, þetta
er mjög svo áhugaverð saga, hvernig væri að þú geymdir hana þangað til í
kvöldmatnum. Mig langar svo til að sjá svipinn á honum pabba þínum þegar þú
segir hana í kvöld.

Við kvöldmatarborðið, biður mamma Nonna litla um að segja þeim söguna.
Nonni byrjar að segja frá, lýsir þessu öllu saman mjög vandlega, þegar hann
elti bílinn inn í skóg, þegar þau afklæddust, lögðust niður og, síðast en
ekki síst, … þegar pabbi og Sigga frænka gerðu alveg eins og mamma og Halli
frændi voru vön að gera þegar pabbi var á sjónum