Hafnarfjarðarbrandarar

Sólin og eldflaugin

Einu sinni var Hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Þegar annar vísindamaður gekk framhjá sagði hann: Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.
-Djöfull geturðu verið vitlaus. sagði Hafnfirðingurinn.- ég sendi hana auðvitað um nóttu.
Frændfólk

Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!” skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.


Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?” svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík," sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!
Hafnfirðingar…

… fara alltaf í götóttum sokkum til útlanda því að þeir vita að þeir verða stoppaðir í tollinum.
Hafnfirðingar…
… borða aldrei kleinuhringi vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.
Hafnfirðingar…

5 Aura brandarar:
… borða aldrei kleinuhringi vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.
Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru í kássu og grísalappir.
Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt.

Hún Stína litla…

… er svo grönn að í hvert skipti sem hún fer niður að Tjörn kasta endurnar brauði í hana.


Fíll og mús voru á leið yfir brú.

Fíllinn: Mikið svakalega brakar í brúnni. Ég held hún sé hreinlega að detta í sundur.
Músin: Það er nú engin furða þegar við erum bæði á henni í einu.


Smáauglýsing:

Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er. Hefur mjög gaman af börnum.