Það var í messu í lítilli borg í Bandaríkjunum. Séra Brown átti í erfiðleikum með að fá ástríka foreldra, sem voru á meðal kirkjugesta, með hávaðasamt barn sitt, til að víkja fram með það, þrátt fyrir að það truflaði messugjörð hans með hávaða. Hann ákvað því að reyna dáleiðslu til þess að ná sínu fram. Hann fór upp í predikunarstólinn, dró upp vasaúrið sitt og hóf að sveifla því fram og aftur, um leið og hann tónaði eftirfarandi:
“Þið eruð öll á mínu valdi. Nú vil ég að þið farið öll að …”
Skyndilega missti hann úrið, sem skall á gólfi kirkjunnar og brotnaði í þúsund mola. Án þess að hugsa, öskraði hann upp yfir sig: SHIT !!!
Það tók hreingerningarfólkið heila viku að þrífa bekki kirkjunnar.
-
Síðasta vetur, þegar hráslagalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein að flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan.
Þegar kallinn er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölvuna og
skrifar strax bréf til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að
hann misritaði einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúinn var að jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina, var í þann mund að líta eftir samúðarkveðjum þegar bréfið barst……Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað á skjáinn:
Til: Konu minnar sem eftir var
Frá: Manninum þínum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað
Elskan,
Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur,
Þinn eiginmaður.
P.S. Fjandi heitt hérna niður frá!
-
Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa” Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk?” Guðmundur: “Já hún er mjög fín” Vinnufélagi: “Djöfuls… kjaftæði Guðmundur. Við erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla. Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig”. Nokkrum dögum síðar í vinnunni. Vinnufélagi: “Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun”. Guðmundur: “Svíakonungur, það er nú góður karl”. Vinnufélagi: “Þekkir þú líka Svíakonung?” Guðmundur: “Já,já ég þekki hann mjög vel” Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu kjaftaæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu. Þá heyrðist í Guðmundi: “Páfinn, já, það er nú góður maður”. Yfirmaður: “Guðmundur, þekkir þú páfann líka?” Guðmundur: “Já, já, ansi fínn karl en svolítið gamall”. Yfirmaður: “Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú”. Guðmundur: “Ok”. Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins. Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?” Yfirmaður: “Nei, nei - þegar þú varst að tala við páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og spurði mig: ”Who is that guy standing beside Guðmundur?“
-
Sveinn litli kemur með tómt glas í hendinni og spyr mömmu sína, Mamma er guð til? já elskan mín. Mamma er guð í næsta herbergi? já elskan mín. Mamma er guð hliðina á mér? já elskan mín. Mamma er guð í glasinu? já elskann mín. Sveinn slær á lokið á glasinnu og segir:ha ha núna náði ég þér!
-
Unglingi var boðið í kvöldverð hjá foreldrum vinkonu sinnar í fyrsta skipti. Eftir matinn fór vinkona hans með mömmu sinni fram í eldhús til þess að vaska upp leirtauið, þannig að eftir sat hann með pabbanum og hundinum Hvutta, sem lá undir stólnum hans. Því miður þá hafði þetta verið frekar þung máltíð svo hann þurfti að leysa vind. Hann hleypti út örlitlu en þó heyranlegu pústi.
“Hvutti!” hrópaði pabbinn.
“Hey, þetta er flott,” hugsaði drengurinn. “Hann heldur að hundurinn sé að prumpa.”
Svo hann hleypti út öðru pústi.
“Hvutti!” hrópaði pabbinn aftur og aðeins hærra í þetta skipti.
Drengurinn hélt að nú væri hann á fríum sjó, svo hann hleypti öllu út með miklum hávaða og tilheyrandi lykt.
”Hvutti!“ kallaði þá pabbinn enn einu sinni. ”Komdu þér undan stólnum áður en strákurinn skítur á þig!"
-