Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: “Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður”.

–“En en, ég er verkfræðingur…” “Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !” Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.

Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, “Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök.” Guð er ekki sáttur og segir, “Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það”. Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði “Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann”. “Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig !”

“-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga…”

_________________________________________________

Maggi var harðduglegur maður og vann gríðarlega mikið en í frístundum sínum stundaði hann blak, og innanhússfótbolta. Eina góða helgi ákvað Fríða, eiginkona hans að gera honum glaðan dag og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt fínasta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á svokallaðan “listdans” í kringum súlur. Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar: - Góða kvöldið, Maggi. Hvernig hefuru það í kvöld? Fríða verður mjög hissa og spyr magga hvort hann hafi komið hingað áður.

-nei, nei, segir maggi. - Hann er einn af þeim sem ég spila blak við. Þau fá sér sæti og þjónustustúlkan kemur til þeirra, sér magga og segir: - gaman að sjá þig Maggi. - viltu gin og tónik eins og venjulega? Augu Fríðu stækka. - Þú hlýtur að koma hingað oft!

-Nei nei, segir Maggi. - Strákarnir kíkja hingað inn stundum eftir blakið. Þá kemur nektardansmær upp að borðinu þeirra íklædd litlu meira en brosinu. Hún faðmar Magga innilega að sér og spyr: - Magga, elskan. Ætlaru að fá einkadans eins og venjulega? Fríða verður öskureið safnar saman dótinu sínu og stefnir út af skemmtistaðnum. Maggi eltir hana og sér hana fara inn í taxa, svo hann stekkur inn í bílin á eftir henni. Fríða horfir á hann hatursfullu augnaráði og lætur hann hafa það óþvegið. Þá hallar leigubílstjórinn sér að magga og segir: - þú hefur náð í eina erfiða í kvöld, maggi minn.

_____________________________________________________

Lögfræðingur einn hafði keypt sér glænýjan Mercedes-Benz S500 og gat ekki beðið eftir að sýna félögum sínum gripinn. Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir utan skrifstofuna sína kemur Rúsneskur torfærutrukkur á fullri ferð og
rífur hurðina af bílnum. Lögfræðingurinn stekkur út og öskrar NEEEIIIII!
Hann vissi að sama hversu góður viðgerðarmaður reyndi að gera við bílinn þá myndi hann aldrei verða jafn góður aftur. Loks kom löggan og lögfæðingurinn hljóp að henni og öskraði: HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF BENZANUM MÍNUM!!!
“Þú ert lögfræðingur er það ekki” sagði löggan. “Jú, hvernig vissir þú það” svaraði lögfræðingurinn. “Ja, það er nú bara það að þið lögfræðingar eruð svo uppteknir af veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara um peninga og eignir, ég þori að veðjaað þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig vinstri hendina”.
Lögfræðingurinn leit á hliðina á sér og öskraði:
“NEEEEIII! ROLEX ÚRID MITT!!!”

_____________________________________________________

Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar. Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.
“Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram. Þegar
trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og
bankaði á dyrnar hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
”Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna. Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú
ljóshærða:“Hæ,ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.”
Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann: “Hæ, ég heiti Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN.”

_____________________________________________________

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa” Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk?” Guðmundur: “Já hún er mjög fín” Vinnufélagi: “Djöfuls… kjaftæði Guðmundur. Við erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla. Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig”. Nokkrum dögum síðar í vinnunni. Vinnufélagi: “Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun”. Guðmundur: “Svíakonungur, það er nú góður karl”. Vinnufélagi: “Þekkir þú líka Svíakonung?” Guðmundur: “Já,já ég þekki hann mjög vel” Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu kjaftaæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu. Þá heyrðist í Guðmundi: “Páfinn, já, það er nú góður maður”. Yfirmaður: “Guðmundur, þekkir þú páfann líka?” Guðmundur: “Já, já, ansi fínn karl en svolítið gamall”. Yfirmaður: “Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú”. Guðmundur: “Ok”. Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins. Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?” Yfirmaður: “Nei, nei - þegar þú varst að tala við páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og spurði mig: ”Who is that guy standing beside Guðmundur?"