Peta hafði fengið nóg af þráhyggju Björgvins á fótbolta. ,,fótbolti, fótbolti, fótbolti!“ tuðaði hún ”það er það eina sem þú getur talað um. Það er allt þitt líf. Þú býður mér aldrei út. Gefur mér aldrei gjafir. Þú ert annað hvort á leik, eða horfandi á leik í sjónvarpinu. Ég þori að veðja að þú vitir ekki einu sinni hvenær brúðkaupsdagurinn okkar er.“ ,,Víst man ég það” svaraði Björgvin ,,það var sama dag og Real Madrid vann Manchester United í Meistaradeildinni“
Maður fór á fótboltaleik á laugardegi. Á meðan hann var þar fékk konan hans heimsókn frá ,,vini” sínum. Konan átti með honum góðar stundir í sófanum þegar hún skyndilega heyrði í manninum sínum koma inn. Á augnabliki skaust ,,vinurinn“ bakvið sjónvarpið í horninu. Eiginmaðurinn kom inn og sagði -Það byrjaði að rigna svo ég ákvað að koma heim og horfa á seinni hálfleikinn í sjónvarpinu. Hann settist niður og kveikti á tækinu og byrjaði að fylgjast með leiknum. Eftir um það bil 20 mínútur byrjaði ,,vinurinn” að fá krampa í fótinn svo hann gafst upp á feluleiknum og stóð rólega upp og gekk út úr stofunni. Eiginmaðurinn snéri sér að konu sinni og sagði, ég tók ekki eftir þegar dómarinn rak hann út af.