Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling
þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn veifaði í hann
og brosti blíðlega til hans. Hann varð vandræðalegur, en
gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. “Já, ég er
ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns,” svaraði
hún.
Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk við
og stamaði klúðurslega út úr sér:
“ha… ert þú stripparinn á Bóhem sem ég reyndi við í
steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og þú
spreyjaðir með þeyttum rjóma yfir magann á mér meðan við
borðuðum jarðaber… vá…ég bara vissi ekki að þetta værir
þú, ég þekkti þig bara ekki!”
Konan svaraði svipbrigðalaust: “Nei ég er það ekki, ég er
umsjónarkennari sonar þíns!”