Fékk þennan í tölvupósti. Bara snilld ;D

Við hjónin fórum út að borðu um helgina á eitt af betri veitingahúsum borgarinnar. Með okkur voru tvenn vinahjón okkar og vorum við að halda upp ákveðin tímamót.
Þegar þjónninn var að vísa okkur til sætis tók ég eftir því að þjónninn okkar var með stóra matskeið í brjóstvasanum. Mér fannst þetta dálítíð skrítið en ég sagði ekki neitt. Á meðan að við vorum að skoða matseðilinn kom annar þjónn til að hella vatni í glösin okkar og til að færa okkur brauð. Mér til furðu sá ég að þessi þjónn var líka með matskeið í brjóstvasanum og þegar ég leit í kringum mig þá sá ég að allir þjónarnir í salnum voru einnig með samskonar skeið. Þetta fannst mér stórundarlegt.
Þegar þjónninn okkar kom til að taka matarpöntunina gat ég ekki stillt mig um að spyrja hann hvað það ætti að þýða að vera með skeið í brjóstvasanum.

Jú, sjáðu til sagði hann afsakandi. Við erum nýlega búinn að sækja námskeið í tímastjórnun og vinnuhagræðingu. Við og stjórnandinn okkar á námskeiðinu komumst að því að sá hlutur sem dettur oftast í gólfið hjá gestum okkar er matskeið. Við getum sparað mikinn tíma samanlagt með því að hafa nýja skeið klára þegar svoleiðis slys verða. það tekur nefnilega talsverðan tíma að sækja nýja skeið inn í eldhús. Okkar mælingar sýna að
35 mínútur sparist á dag að meðaltali yfir árið!
Vá, hugsaði ég. Þetta er stórsniðugt og praktískt atriði.

Það var eins og við manninn mælt, stuttu seinna missti ég matskeiðina mína í gólfið! Og ný skeið kom á borðið á örskotstundu. Sniðugt! Nokkru seinna þegar þjónninn var að bera okkur forréttinn, tók ég eftir spotta lafandi út um buxnaklaufina á honum. Og eftir nánari skoðun sá ég að allir þjónanir voru með eins spotta út um buxnaklaufina.

Það lá því beint við að spyrja þjóninn okkar af hverju hann væri með spotta lafandi út um buxnaklaufina. Hann beygði sig niður og sagði eftirfarandi í hálfum hljóðum: Jú , það var á sama námskeiði þar sem við komumst að því að með því að vera með vininn? fastann í spotta, þá mætti spara mikinn tíma þegar við þurftum að pissa. Við toguðum bara í spottann til að taka hann út og þurftum því ekki að snerta hann með berum höndum og þarafleiðandi þurftum við ekki að þvo okkur. Með þessu spöruðum við samanlagt 14 mínútur á dag að meðaltali yfir árið. En hvernig farið þið að því að setja hann inn aftur? spurði þá ég. Þá beygði hann sig enn lengra niður að mér og hvílsaði: Ég veit ekki með hina, en ég nota skeiðina!


RemusLupin