Saga#nr#1
Kvöld eitt var ég að fara út með vinkonum mínum. Við vorum bara að fara út að “hanga” svo ég var bara í íþróttabuxum sem eru hnepptar alla leið upp báðum megin og þessari skemmtilegu brók sem kölluð er g-strengur. Þar sem ég er mjög “ævintýraglöð” manneskja ákvað ég að renna mér niður handriðið á stiganum (ég bý sko í blokk) en þegar ég settist á handriðið vildi svo skemmtilega til að neðsta talan á buxunum mínum flæktist í skrúfu á handriðinu og þegar ég renndi mér niður hnepptust buxurnar gjörsalega utan af mér og ég stóð á brókinni á ganginum. Stelpurnar sem voru báðar fyrir aftan mig sprungu úr hlátri því alt í einu höfðu þær bara séð beran rassinn á mér blasa við og fjúka svo í burtu. Ekki fannst mér þetta mjög skemmtilegt og síðan gátu stelpurnar ekki rétt mér buxurnar því þær hlógu svo mikið (buxurnar voru eftst í stiganum en ég neðst) svo ég þurfti að fara upp og ná í þær en þegar átti svona hálfan metra efti oppnuðust dyr og einn nágraninn minn kom út, mér brá svo að ég hoppaði í skjól og beint á vegg. En sem betur fer held ég að granninn hafi bara séð stelpurnar þar sem þær lágu í stiganum og öskruðu af hlátri.
Saga#nr#2
Þessi saga tengist líka buxum og stiga en í þetta skiptið var ein. Ég var að hlaupa niður stigan að sækja póstin þegar ég missteig mig í efsta stigaþrepinu og flaug niður 10 tröppur og lenti í spíkati. Afleiðingar þessarar veltu voru þær að buxurnar mínar rifnuðu í tvennt, í klofinu. Það sem mest svekkjandi er að þetta voru 15.000 þúsund króna buxur sem voru rétt 4 mánaða gamlar :S
Já þetta eru tvær verstu sögurnar en ég var með miklu fleiri en ég efast um að margir hafi húmor fyrir þeim hér, vona að eitthver hafi skemmt sér yfir þessari frásögn….beta's out
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?