Það var í messu í lítilli borg í Bandaríkjunum. Séra Brown átti í erfiðleikum með að fá ástríka foreldra, sem voru á meðal kirkjugesta, með hávaðasamt barn sitt, til að víkja fram með það, þrátt fyrir að það truflaði messugjörð hans með hávaða. Hann ákvað því að reyna dáleiðslu til þess að ná sínu fram. Hann fór upp í predikunarstólinn, dró upp vasaúrið sitt og hóf að sveifla því fram og aftur, um leið og hann tónaði eftirfarandi:
“Þið eruð öll á mínu valdi. Nú vil ég að þið farið öll að …”
Skyndilega missti hann úrið, sem skall á gólfi kirkjunnar og brotnaði í þúsund mola. Án þess að hugsa, öskraði hann upp yfir sig: SHIT !!!
Það tók hreingerningarfólkið heila viku að þrífa bekki kirkjunnar.


Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar. Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.
“Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram. Þegar
trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og
bankaði á dyrnar hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
”Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna. Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú
ljóshærða:“Hæ,ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.”
Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann: “Hæ, ég heiti Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN.”


Guðmundur var með samviskubit. Alveg sama hvað hann reyndi hann gat ekki gleymt þessu. Hugsanir um spillt siðgæði og brot á læknareglum voru að kæfa hann. En einstöku sinnum heyrði rödd innra með sér segja: - Guðmundur ekki hafa áhyggjur af þessu. Þú ert örugglega ekki fyrsti læknirinn sem sefur hjá einum sjúklingum sínum og þú ert ekki sá síðasti heldur. En svo heyrðist önnur rödd innra með honum öllu háværara: - Guðmundur, þú ert dýralæknir



Frú Guðríður labbaði inn í bakarí. Þegar eigandinn lét ekki sjá sig, labbaði hún bakvið og kom að honum þar sem hann var að skreyta smákökur, og notaði til þess fölsku tennurnar úr sér. Frúin horfði sjokkeruð á hann og stundi síðan upp: -“Ég hélt að þú notaðir sérstakt áhald til þessara hluta.” -“Nei”, svaraði bakarinn. “Ég nota hann þegar ég bý til kleinuhringina!”


Afhverju ertu að gráta Guðmundur

“Hann pabbi var að drekkja þremur kettlingum sem við áttum

”Það var agalegt

"Já hann var búinn að lofa að ég mætti gera það.