Gott heilsuráð!!!
Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og hafði aldrei verið við kynlíf kennd. Alltaf ógift og aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita sinna og góðmennsku. Presturinn kom eitt síðdegi að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð hann velkominn í “meyjarhofið” sitt og vísaði honum til sætis meðan hún tæki til með kaffinu. Þar sem hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á orgelinu. Í vatninu flaut-af öllum hlutum! SMOKKUR!! Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun! Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum vaknaði! “Klara gamla hefur áreiðanlega flippað yfir” hugsaði klerkurinn. Í því kom Klara úr eldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að spjalla um daginn og veginn. Presturinn reyndi að hafa hemil á forvitni sinni,en að lokum gat hann ekki setið á sér.Frú Klara, sagði hann gætirðu nokkuð sagt mér um þetta? (benti á glasið). Ó já, svaraði Klara gamla. Er þetta ekki dásamlegt? Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar ég fann lítinn pakka á götunni. Leiðbeiningarnar á pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á “organ”, haltu því blautu og þá mun lánið verða með þér. Og veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan vetur!!!
Ráðinn starfsmaður!!!
Starfsmannastjórinn þurfti að ráða í eina stöðu og eftir að hafa farið yfir umsóknirnar stóðu eftir fjórir umsækjendur sem allir voru jafn hæfir. Hann ákvað að boða alla á sinn fund og spyrja einnar spurningar. Svörin myndu ákvarða hver fengi vinnuna. Dagurinn rennur upp og allir fjórir umsækjendurnir eru saman komnir í fundarherbergi fyrirtækisins og starfsmannastjórinn spyr: “Hvað er það hraðasta sem þið vitið um?” Sá fyrsti svarar: “Hugsun. Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður getur fengið ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum.” “Mjög gott!” segir starfsmannastjórinn. “Og þú?” spyr hann umsækjanda númer tvö. “Hmm… látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og fer án þess að þú þurfir að hugsa um það.” “Frábært!” segir starfsmannastjórinn. “Augnablik er einmitt mjög oft notað sem mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt.” Hann snýr sér svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með svar: “Það hlýtur að vera hraði ljóssins,” segir hann, “til dæmis, þegar ég er að fara út í bílskúr, þá nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og áður en ég get blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í bílskúr. Hraði ljóssins er það hraðasta sem ég þekki.” Starfsmannastjórinn var yfir sig hrifinn og hélt hann hefði fundið sinn mann. “Það er erfitt að slá út hraða ljóssins.” Þessu næst snýr hann sér að fjórða og síðasta umsækjandanum. “Það er augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi er niðurgangur.” “Ha?” spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu. “Bíddu, leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn leið mér ekki vel og dreif mig á klósettið. En áður en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt ljósin, þá var ég búinn að drulla í buxurnar.” Hann var ráðinn.
Gunnar í krossinum
Þrjú hjón, öldruð hjón, miðaldra hjón og ung hjón, vildu ganga í Krossinn. Gunnar, yfirkrossari, sagði þeim að til að fá að ganga í Krossinn þyrftu þau að komast af í tvær vikur án kynlífs. Hjónin samþykktu þessi skilyrði. Eftir tvær vikur þegar þau komu til baka spurði Gunnar öldruðu hjónin “Hvernig gekk að vera án kynlífs ?” Gamli maðurinn svaraði að þetta hefði verið ekkert mál, þannig að Gunnar bauð þau velkomin í Krossinn. Næst spurði Gunnar miðaldra hjónin hvernig hefði gengið að vera án kynlífs í tvær vikur. Miðaldra maðurinn svaraði að þetta hefði gengið vel fyrstu vikuna, en seinni vikuna hefði hann þurft að sofa frammi í sófa, en það hefði tekist. Gunnar bauð miðaldra hjónin velkomin í Krossinn. Gunnar snéri sér síðan að ungu hjónunum og spurði: “Gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur ? ” “Nei Gunnar, okkur tókst ekki að vera án kynlífs í tvær vikur” svaraði ungi maðurinn, sorgbitinn. “Hvað gerðist ? ” spurði Gunnar. “Konan mín var að teygja sig eftir málingardós á efstu hillunni og missti hana. Þegar hún beygði sig eftir henni, stóðst ég ekki freistinguna og skellti mér aftan á hana. ”Þið gerið ykkur grein fyrir að að þið eruð þá ekki velkominn í Krossinn“ spyr Gunnar þá. ”Já, við vitum það“ andvarpar þá ungi maðurinn ”Við erum víst ekki heldur framvegis velkomin aftur í Húsasmiðjuna“!!!!!!!!!!
Tvær vinkonur í golfi
Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi aðhitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna. Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn féll til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður. Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna. Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð. Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir smá stund. Konan þráðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum. Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið og tók hendur hans frá og renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega. Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta. Maðurinn svaraði því til að honum þætti þetta mjög gott en hann væri enn að drepast í þumalfingrinum.
Hvað gerist ekki á djamminu???
”Tvær vinkonur fóru saman út á djammið og fóru heldur óvarlega í kokteilana á Thorvaldsen. Pissfullar og flissandi á leiðinni heim í vesturbæinn þurftu þær báðar að pissa og ákváðu að klifra inn í kirkjugarð og skvetta úr henni þar á bakvið einn legsteininn. Sú fyrsta var ekki með neitt til að þurrka sér á svo hún fór úr naríunum,þurrkaði sér og henti þeim svo. Vinkona hennar var í spari undirfatagallanum og tímdi ekki að þurrka sér á djásninu og var það heppin að það var borði á kransi einum sem hún náði sér í og þurrkaði sér með. Næsta dag hittast mennirnir þeirra í boltanum og annar segir: Þær eru rosalegar þessar kjéddlingar okkar. Anna kom heim í gær nærbuxnalaus - þetta verður að hætta. Þá sagði hinn: Það er nú ekkert. Ragnheiður kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna sem á stóð “Frá öllum í Sorpu - við munum aldrei gleyma þér”.