Prófessor einn í háskólanum hafði þá reglu þegar
hann sat yfir prófum að hryngja bjöllu þegar
tíminn var liðinn og ef einhver hélt áfram að
skrifa á prófblaðið þá fékk sá hinn sami 0 í
einkun.

Í prófi einu fyrir stuttu hélt einn nemandinn
áfram að skrifa í góða stund eftir að bjallan
hringdi.
Prófessorinn leit á nemandann og sagði:“Þú þarft
ekki að skila prófblaðinu því þú færð 0 í
einkun.”
Nemandinn leit á prófessorinn og
sagði:“Veistu hver ég er?”
Prófessorinn
svaraði:“Nei, og mér er sama þó þú sért sonur
forsetans, þú færð samt 0 í einkun.”
Nemandinn
sagði:“Þú meinar að þú hafir ekki hugmynd um
hver ég er?”
Prófessorinn svaraði:“Nei, ég hef
ekki hugmynd um hver þú heldur að þú sért.”
Um leið sagði nemandinn:“gott” og skellti niður
prófblaðinu inn í miðjan prófblaðabunkann og
flýtti sér út.