Mér dettur alsskonar í hug og ég er ein steiktasta manneskja sem fólk þekkir og get verið svolítil ljóska…nokkur atriði sem hafa gerst. Misfyndið, sum dæmin eru þannig að maður þyrfti að hafa verið á staðnum J
Stórgáfaða manneskjan ég var að fara í smáralindina og var að ganga í gegnum svona hringhurð úr gleri og hélt ég væri komin alla leið og gekk beint á glerið!
Einn daginn vaknaði ég og var að fara í skólann, fór að leita að veskinu mínu með öllum strætómiðunum í en fann það hvergi. Fór inn í eldhús og í ísskápinn að ná í nestið mitt og þar fann ég veskið mitt í ísskápnum…
Hún er samt stór miðað við hæð!
Vinkona mín var að segja mér þennan stórgóða brandara sem hljómaði nokkurnvegin svona:
Það voru íslendingar sem voru að hjálpa útlendingum því að bíllinn þeirra var bilaður..þeir fyrst ætluðu að reipa svona bílinn og ýta þeim svo áfram…og þeir sögðu:
First we are gonna rape (þið vitið nauðga á ensku að ég held) you and then we are gonna ýt (eat á ensku)you!
Ég fór bara í geðveikt mikið hláturskast og fannst svaka fyndið að koma með þessar íslenskuslettur inní enskuna…svo eftir svona korter fór ég aftur í hláturskast og sagði svona:
aaaaaah ég var að fatta brandarann núna:P
Stelpurnar: Ljóska!!!!
:$ (hey ég fattaði hann að lokum:P)
Ég ætlaði að vera geðveikt kúl og rúlla mér einhvernvegin yfir kærastann minn og var komin hálfa leið þegar að ég skallaði vegginn :/
Ég var í útlöndum með vinkonu minni þegar að það flaug svona pinku lítill fugl framhjá okkur og lenti á götunni. Við vinkonurnar hrópuðum bara: vá sjáiði litla fuglinn, ég hef aldrei séð svona lítinn fugl.
Svo fórum við nær og þá kom í ljós að þetta var engispretta :/
Oft og mörgum sinnum hefur það gerst að ég er á leiðinni út, tek til allt dót sem ég þarf og síminn hringir, ég svara og byrja eitthvað að tala á fullu, svo er ég á leiðinni út og spyr viðkomandi sem er hinu megin við símalínuna: æhj ég finn ekki símann minn…
Viðkomandi bendir mér þá á það að ég sé einmitt að tala í hann!
Gosið er kóklaust.