GRÆNA HLIÐIN UPP!
Kona nokkur þarf að láta mála hjá sér húsið að innan. Hún Ræður til sín verktaka til að annast vinnuna. þau ganga saman um íbúðina og hún segir honum til um lita val sitt. Hún segir: ,,Í forstofunni vil ég hafa ljósbrúnan lit, mjög mjúkan, en samt hlýlegan.“ Verktakinn kinkar kolli, nær í minnis bókina í vasann og skrifar hjá sér leiðbeinigarnar. þá gengur hann yfir að glugganum, opnar hann og kallar: ,,GRÆNA HLIÐIN UPP!” Konan er mjög undrandi á þessu athæfi en ákveður að segja ekkert. Þau færa siginní eldhúsið og konan segir: ,,Hér vil ég hafa hvítan lit, ekki beinhvítan en mjög bjartan og líflegan.“ Verktakinn kinkar kolli, tekur fram minnisbókina og skrifar hjá sér leiðbeiningarnar. Hann Gengur aftur að næsta glugga, opnar hann og kallar: ,,GRÆNA HLIÐIN UPP!” Konan undrast þetta enn meira, en ákveður aðláta sem ekkert sé. þau færa sig inní svefnherbegið og konan segir: ,,Hér vil ég hafa bláan róandi lit, alls ekki æpandi.“ Vektakinn kinkar kolli, nær í minnisbókina og skrifar hjá sér leiðbeiningarnar. Því næst gengur hann að næsta glugga, opnar hann og kallar út: ,,GRÆNA HLIÐIN UPP!” Nú er konunni nóg boðið og hún segir: ,,Í hvert sinn sem ég nefni lit þá skrifar þú í minnisbókina, en svo ferðu að næsta glugga og kallar út um hann GRÆNA HLIÐIN UPP. Hvað í ósköpunum meinaru með þessu?“ Verktakinn hristir hausinn og segir: ,,Ég er með verk hérna hinum megin við götuna og þar vinna fyrir mig fjórar ljóskur við að tyrfa garðinn.”