3. brandarar Kannski hafa einhverjir af þessum bröndurum komið áður á huga.

BUSH

Bush forseti ákvað að setja af stað kynningarherferð, og fara út á meðal almennings til að bæta ímynd sína og auka vinsældir.
Hann ákvað að byrja á því að heimsækja grunnskóla, svo hann gæti útskýrt stefnu sína fyrir skólabörnum.
Eftir að hann hafði lokið máli sínu, spurði hann börnin hvort þau hefðu einhverjar spurningar.
Stevie litli rétti upp höndina og sagði :
“Herra forseti ég hef 3 spurningar.
Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta hryðjuverk sögunnar ? ”
Áður en BUSH gat svarað hringdi bjallan skyndilega og allir fóru út í frímínútur.
Þegar þau komu aftur tilbaka inn í tíma, spurði BUSH aftur hvort þau hefðu einhverjar spurningar.
Þá rétti Earnie litli upp höndina og sagði:
“Herra forseti ég hef 5 spurningar.
Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta hryðjuverk sögunnar ?
Númer 4. Af hverju hringdi bjallan 20 mínútum áður en tíminn var búinn.
Númer 5. HVAR ER STEVIE ??????????????????????”


Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina.
Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér.
Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir.
Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með.
Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,“ ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig”. “Já” sagði stúlkan hverju hef ég að tapa.
Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annar slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega.
Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna.

Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum.

Þá sagði skipstjórinn “Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er Herjólfur.”



Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.

Hmrmff… þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í… og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig “Hvað er eiginlega að mér?” …hægði á og keyrði út í vegarkantinn.

Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:

“Þetta hefur verið langur vinnudagur” sagði hann “ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn”

Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:

“Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni”

“Góða helgi” sagði löggan

Læt meira seinna en lesið þetta allt …..Tær snilld ;):D