Þegar konan mín fór í aðgerð á spítala fyrir nokkrum árum þá var sú regla að börn yngri en 12 ára máttu ekki koma í heimsókn. Tíu ára gömul dóttir okkar virtist skilja það vel en sex ára sonur okkar skildi þetta alls ekki. Við uppgötvuðum það þegar talaði við mömmu sína í síma í fyrsta sinn eftir að hún kom á spítalann. Þegar þau kvöddust sagði hann: ,, Ég sé þig þegar ég verð 12 ára mamma!“
———————————————

Fangi fór að hitta fangelsilækninn sem sagði honum að fjarlægja þyrfti annað nýra hans. ,,Sjáðu nú til læknir” sagði fanginn, ,, þú hefur nú þegar fjarlægt eina tá,botnlangann og gallblöðruna og nú viltu taka annað nýrað. Ég kom bara til að athuga hvort þú gætir ekki náð mér héðan út.“ ,,Það er einmitt það sem ég er að gera” svaraði Læknirinn, ,,bita fyrir bita“
——————————————-
Til hamingju Sigurður, þú ert í mjög góðu formi miðað við mann á sextugt. Verst að þú ert bara fertugur.”
—————————————–
Maður fór í læknisrannsók og eftir nokkrar athuganir kom læknirinn til hans mjög alvarlegur í bragði. Læknirinn: ,,Ég er með slæma frétt og aðra mjög slæma.“
Maðurinn: ,,Segðu mér mjög slæmu fréttina fyrst.” Læknirinn: ,,´Þú ert með krabbamein og þú átt aðeins sex mánuði ólifaða.“ Maðurinn: ,, Og hver er þá slæma fréttin.” Læknirinn: ,, Þú ert með Alzheimer sjúkdóminn.“ Maðurinn: ,,Guði sé lof, ég var hræddur um að ég væri kominn með krabbamein.”
—————————————-