Orri, gítarleikari hljómsveitarinnar Ísidor var að semja nokkra nýja ljósaperubrandara. Ég tek mér það bessaleyfi að birta afurðirnar hér -
Hvað þarf marga stærðfræðinga til að skipta um ljósaperu?
Eina sem hægt er að segja til um það er að lausnin er náttúruleg tala.
Hvað þarf marga verkfræðinga til að skipta um ljósaperu?
Fyrir 10000kr á tíman getur hann sagt þér hvernig má gera það á sem ódýrastan máta.
Hvað þarf marga alþingismenn til að skipta um ljósaperu?
63, en það tekur líklega 2-8 vikur og líklegast sofnar málið í nefnd.
Hvað þarf marga vinstri græna til að skipta um ljósaperu?
Orka sem fer í ljósaperur er sóun á náttúruperlum landsins.
Hvað þarf marga framsóknarmenn til að skipta um ljósaperu?
Það þarf bara einn en hann þarf að sitja á hesti til að ná upp. Svo myndi kvennfélag framsóknarflokksins mótmæla því að það hafi ekki verið kona sem var látin sinna verkinu.
Hvað þarf marga sjálfstæðismenn til að skipta um ljósaperu?
Þeir myndu einkavæða ljósaperuskiptingar og tryggja vinum sínum einokunar stöðu á því sviði.
Hvað þarf marga samfylkingarmenn til skipta um ljósaperu?
Þeir gætu aldrei ákveðið sig í hvora áttina þeir ættu að snúa perunni.
(Frjálslyndi flokkurinn er of lítill til að fá brandara um sig).
Blogg Orra er svo hér.