Svo var það tígrisdýrið ógurlega sem vaknaði einn morgunn í banastuði.
Það var í svo miklu stuði að það króaði af lítinn apa og öskaði á hann:
“HVER ER VOLDUGASTUR AF ÖLLUM DÝRUM Í FRUMSKÓGINUM?”
Skjálfandi og titrandi stundi aumingja,litli apinn:
“Það ert auðvitað þú, enginn er voldugri en þú.”
Litlu seinna mætti tígrisdýrið dádýri og öskraði ennþá hærra en áður:
“HVER ER MÁTTUGASTUR OG STERKASTUR AF ÖLLUM DÝRUM Í FRUMSKÓGINUM?”
Dádýrið skalf svo mikið að það gat varla talað en tókst þó að stama upp:
“Ó, mikli tígur, þú ert langsamlega máttugastur allra í frumskóginum.”
Tígrisdýrið færðist nú allt í aukana og þegar það kom að fíl sem beit gras og lauf í mestu spekt þá öskraði það af öllum lífs og sálar kröftum:
“HVER ER MÁTTUGASTUR AF ÖLLUM DÝRUM Í FRUMSKÓGINUM?”
Nú, hvað haldið þið! Fíllinn krækti rananum um tígrisdýrið, henti því á loft og slengdi því niður; greip það aftur og hristi það og skók þar til tígrisdýrið var ekki orðið annað en hreyfðar gular og svartar klessur og þá kastaði fíllinn því af öllu afli upp í nálægt tré.
Tígrisdýrið brölti niður úr trénu, leit á fílinn og sagði:
“Heyrðu, það er óþarfi að vera með SVONA STÆLA þó að þú vitir ekki rétta svarið.”