Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru í kássu og grísalappir.
Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt.
Hún Stína litla…
… er svo grönn að í hvert skipti sem hún fer niður að Tjörn kasta endurnar brauði í hana.
Fíll og mús voru á leið yfir brú.
Fíllinn: Mikið svakalega brakar í brúnni. Ég held hún sé hreinlega að detta í sundur.
Músin: Það er nú engin furða þegar við erum bæði á henni í einu.
Smáauglýsing:
Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er. Hefur mjög gaman af börnum.
