Dauði á golfvellinum:
Maður fer í golf með vini sínum, Guðna. Mörgum tímum síðar kemur hann loks heim til sín og konan hans spyr, ,,Hvað í ósköpunum tók svona langan tíma?“
Hann svarar, ,,Ó Hulda, þetta var hræðilegur eftirmiðdagur! Á þriðju holunni fékk Guðni hjartaáfall og datt niður dauður!”

,,Ástin mín, þetta hlítur að hafa verið hræðilegt fyrir þig!“
Svarar Hulda.
Maðurinn svarar, ,,Þetta var hreinasta helvíti! Fimmtán holur af því að slá boltann, draga Guðna, slá boltann, draga Guðna…..”

————————————————-10 ástæður fyrir því af hverju fótbolti er betri en kynlíf:
10. Þú mátt enn spila á móti hverjum sem er eftir að þú ert giftur.
9. Í hvert sinn sem þú sérð færi máttu reyna að skora.
8. Ef að þú getur ekki lyft boltanum, þá geturðu samt skorað.
7. Þú mátt skora gegn öllum liðunum í deildinni, aftur og aftur.
6. Fótbolti er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
5. Það geta allir skotið á sama markið
4. Það er löglegt að hafa knattspyrnu að atvinnu.
3. Fótbolti endist í einn og hálfan tíma.
2. Þú getur sagt vinum þínum frá boltanum eftir leikinn.
og númer eitt: Tveir á einn og þrír á einn er ekkert óalgengt.

————————————————-

Brúnka, rauðka og ljóska vinna saman á skrifstofu. Þær taka eftir því að á hverjum degi fer fröken Sigríður yfirmaður þeirra aðeins of snemma heim úr vinnunni. Einn daginn spjalla þær saman og sjá sér leik á borði
að stelast fyrr úr vinnunni með því að fara stuttu á eftir fröken Sigríði. Næsta dag þegar yfirmaðurinn fer læðast þær út stuttu síðar. Brúnkan fer heim til sín og beint í rúmið, ákveðin í því að vakna snemma næsta morgunn og nýta tímann vel. Rauðkan notar aukatímann með því að fara á líkamsræktarstöð áður en hún fer út að borða með vini sínum. Ljóskan fer heim, gengur inn í svefnherbergið og sér eiginman sinn í rúminu með fröken Sigríði, yfirmanni sínum. Hún lokar hurðinni og fer út. Næsta dag ræða brúnkan og rauðkan um það að nota sömu aðferð og daginn áður. Þær spyrja ljóskuna hvort hana langi til að fara aftur snemma heim. “Nei” segir ljóskan. “Það komst næstum því upp um mig í gær!”
sanity is something best stored in a box