Kona fór í gæludýrabúð og það fyrsta sem
hún sá var risastór páfagaukur, á búrinu var skilti sem á stóð
5000kr.
Hún spurði afgreiðslumanninn hvernig stæði á því að hann
væri svona ódýr. Eigandinn leit á hana og sagði,
“Sjáðu nú til, hann átti heima í hóruhúsi í nokkur ár,
þannig að hann á það til að segja mjög dónalega hluti.”
Konan hugsaði málið í smá stund og ákvað síðan að þetta
væri of gott tilboð til að hafna því, hún gæti bara vanið
hann af dónaskapnum og kennt honum eitthvað fallegt.
Þannig að hún fór með hann heim, hengdi búrið hans upp
í stofunni og beið eftir að hann segði eitthvað.
Fuglinn leit í kringum sig, skoðaði herbergið og konuna
og sagði síðan, “Nýtt hús, ný hórumamma.”
Konan varð frekar sjokkeruð yfir þessari líkingu, en hugsaði
svo með sér að hún gæti vanið hann af þessu.
Þegar að unglingsdætur hennar tvær komu heim úr skólanum
sá fuglinn þær og sagði, “Nýtt hús, ný hórumamma, nýjar hórur.”
Konan og stelpurnar urðu aðeins móðgaðar en slógu þessu
bara upp í grín. Skömmu síðar kom Kalli eiginmaður
hennar heim, fuglinn sá hann og sagði, “Blessaður Kalli”