Jón gamli lá í rúminu sínu. Hann var dauðvona og fann hvernig hægðist á hjartslættinum og andardrátturinn þyngdist. Jón var sáttur við dauðann og ákvað að draga djúpt inn andann í síðasta sinn.
En þá gerðist nokkuð óvænt. Vit hans fylltust af dýrlegum bökunarilmi.
,,Guð hjálpi mér, nú er hún Stína blessunin að baka uppáhalds súkkulaðikökurnar mínar“ hugsaði Jón. ,,Ég get ekki kvatt þennan heim án þess að fá mér eina”.
Hann safnaði saman öllum þeim litlu kröftum sem hann átti eftir, brölti þunglamalega fram úr rúminu og skreiðst ofurhægt á fjórum fótum fram í eldhús.
Stína kamla, konan hans stóð við ofninn og sneri baki í Jón. Hann sá fat með girnilegu brúnum kökunum standa á eldhúsborðinu og neytti allra síðustu kraftanna í að teygja sig eftir fremstu smákökunni. Þá sneri Stína sér við, snögg eins og elding og sló á handarbak mannsins síns með sleif:
,,Skammastu þín Jón! Þetta er fyrir erfidrykkjuna!"