Tveir bændur voru að tala saman um daginn og veg-
inn. Og meðal annars þá barst talið að mýflugunum
Annar segir: Þetta er nú meiri vargurinn þessar
mýflugur. Hinn segir: Þú ert nú meiri auminginn
að þola ekki mýflugurnar. Hinn segir: Ætlar þú að
segja mér að þú þolir þennan mývarg.
Já ég þoli hann alveg eins og ekkert sé. Jæja við
skulum veðja hvort þú þolir mývarginn. Já, og
þeir veðjuðu um einhverja góða upphæð. Og þeir
komu sér saman um að sá sem sagðist þola mýbitið
yrði bundinn alsnakinn við tré og síðan fór hinn
bóndinn að sinna sínum verkun með búskapinn.
Svo mætti bóndinn eins og um var samið seinni-
partinn að deginum, og þegar hann kom þá sá hann
að hinn hékk í böndunum alveg líflaus.
Jæja, svo þú þoldir ekki mývarginn eins og ég
vissi.
Jú, sagði hinn, en það er búinn að vera hérna
kálfskratti hér í allan dag.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.