Mér finnst skemmtilegustu brandararnir alltaf vera þeir sem meika ekki sens,, svo mér datt í hug að láta uppáhalds brandarana mína hérna inn,, mér er nákvæmlega sama hvort þið fílið þá ekki en samt ég get hlegið endalaust af þeim,, og munið, það á ekki að skilja þá..


einu sinni sátu tvær beljur upp í tré og voru að prjóna marmelaði, þá flaug hestur framhjá, þá sagði önnur beljan rosa hneyksluð “hvað er hann að gera hér” þá svaraði hin “ætli hann eigi ekki hreiður hérna nálagt”


og síðan einn þróaður af þessum


einu sinni sátu tvær beljur upp í tré og voru að prjóna marmelaði, þá flaug hestur framhjá, þá sagði önnur beljan rosa hneyksluð “hvað er hann að gera hér” þá svaraði hin “hvaa, hefurðu aldrei séð prinspóló áður”
…………………………………………

maður kom inní bakarí og spyr afgreiðslumanninn “áttu nokkuð snúð”
“bíddu aðeins,” svarar afgreiðslumaðurinn, hann fer upp á háaloft, skítur sjónvarpið sitt og kemur svo aftur niður “nei því miður, ég á engan snúð”
“það er allt í lagi,” svarar maðurinn, “ég er á reiðhjóli”

…………………………………………

þessi er kannski ekki óskiljanlegur en hann er einn af mínum uppáhalds,



Afhverju datt fíllinn niður úr trénu?
af því hann dó (áfengisdauða)

afhverju datt annar fíllinn úr trénu?
hann var límdur við fíl númer eitt

afhverju datt þriðji fíllinn úr trénu?
hann hélt að þetta væri leikur

afhverju datt tréð?
það hélt að það væri fíll