Skipsbrotsmenn voru fastir á eyði eyju en heyrðu alltaf stanslausan drumbuslátt.
Eftir nokkurn tíma fundu þeir nokkra eyjaskeggja og spurðu þá hvers vegna trommurnar stoppuðu ekki.
Þá svöruðu innfæddir með nokkrum skelfingar svip:,,Ef trommur stoppa, þá mjög slæmt.“
Skipsbrotsmennirnir urðu forvitnir og nokkru síðar spurðu þeir hvað gerðist ef trommurnar stoppuðu.
Enn og aftur svöruðu innfæddir:,,Ef trommur stoppa, þá mjög slæmt.”
Skipsbrotsmennirnir fóru að verða órólegir og reyndar hálf geðveikir af þessum endalausa trumbuslætti, svo að lokum kröfðust þeir þess að fá að vita hvað gerðist ef trommurnar stoppuðu.
Innfæddir voru tregir til en sögðu að lokum:,,Ef trommur stoppa, þá koma bassasóló!“
Næsti brandari var í Jay Leno, virkilega fyndinn.
Maður fór til læknis og sagðist hafa vandamál, en hvað sem kæmi fyrir þá mætti læknirinn ekki hlægja.
Læknirinn svaraði sallarólegur:,,Ég hef unnið hér í yfir 20 ár og er öllu vanur, ekki hafa neinar áhyggjur.”
Við þau orð girti maðurinn niður um sig. Læknirinn sprakk úr hlátri því maðurinn hafði rétt um tveggja cm lim. Þegar læknirinn hafði jafnað sig eftir hláturskastið stóð hann upp úr gólfinu og settist í stólinn, síðan spurði hann manninn hvað væri að.
Maðurinn svaraði fýldur á svip:,,Hann er bólginn."