Eitt kvöld kom maður inná á bar og hafði þar mjög lítinn hest með sér.
Barþjóninn verður þá mjög forvitinn og byrjar að spurja út í þennan hest sem var rétt 6 cm á hæð eða svo.
Barþjóninn spyr: “heyrðu vá hvar fékkstu eiginlega þennan hest. Hann er alveg geðveikt flottur, þú verður að segja mér hvar þú fékkst hann…?”
Í fyrstu vill maðurinn ekki segja hvar hann fékk hann og færist mikið undan, þar til barþjóninn gefst upp.
Næstu kvöld heldur maðurinn áfram að koma með þennan einkennilega hest inná barinn og barþjóninn er alltaf jafn forvitinn.
Hann langar mikið að vita hvar hann fékk þennan hest og á endanum gefst maðurinn upp. Hann segir: “Jæja, en þú verður að lofa að segja engum hvað þú sérð þegar við komum á staðinn…ok ?”
Barþjóninn samþykkir þetta og þeir ganga saman út af barnum. Þeir koma að stórum steini sem maðurinn gengur þrívegis kring um og bankar svo upp á.
Þá kemur út lítill, heyrnadaufur og gamall dvergur og verður barþjóninn alveg stórhissa á þessu.
Maðurinn segir: “jæja þetta er gaurinn sem gaf mér hestinn, þú verður að óska þér einhvers og hann lætur þig fá þa…”
Barþjóninn hugsar sig um, um stund en ákveður sig svo. Hann segir: “ég vildi óska að ég hefði alla vasa fulla af peningum.”
Þegar hann hefur sagt þetta byrja vasar hans að þenjast út og hann verður mjög glaður.…….þangað til að hann teygir sig niður í þá.
Þegar hann kemur með lúkuna upp aftur fulla af teningum verður hann hann hissa og reiður. Barðþjóninn segir: “Hva…wtf ég bað um peninga…!!!”
þá öskrar maðurin: “HELDUR ÞÚ AÐ ÉG HAFI BEÐIÐ UM 6 CM LANGT TRIPPI!!!!!!!”
(\_/)