Dauði Jóns gamla
Einu sinni var útför haldin, fyrir norðan, og mikið af fólki kom að kveðja hann Jón Gamla..Ekkjan hélt ræðu í kirkjunni að fornum sið og eftir það var haldin erfidrykkja..Mikið var spjallað þar og svo komu nokkrir að ekkjunni og spurðu hvernig hann Jón gamli hafi dáið.. Tja, segir kerlingin, hann dó allaveganna við að gera það sem hann hafði gaman af..Og hvað var það?spurðu gestirnir..Það var að gera það í takt við kirkjuklukkurnar, sagði ekkjan..Gestirnir spurðu: Bíddu hvernig gat hann dáið við það? Ekkjan tók til máls: Sko. Þetta var á sunnudegi, og klukkurnar byrjuðu að hringja og við gerðum það í takt við þær, hægt og rólega: Ding—-inn, dong—út Ding—-inn dong—-út, en svo kom bara þessi helvítis ísbíll svo hann Jón minn fékk hjartaáfall: Din ding ding ding ding..!