Brandari númer 1.
Komst upp um kauða.
Talsvert hefur borið á því að stolið hafi verið
úr verslunum, einkum stórmörkuðum, að undanförnu.
Hafa sumir þeirra ráðið eins konar öryggisverði sem meðal annars eiga að sjá um að fólk fari ekki
með meira út en það borgar fyrir. Þeir fingra-löngu beita því ótrúlegustu brögðum til að koma
fengnum fram hjá kassanum.
Það gerðist um daginn í einum stórmarkaðnum að
karlmaður var að borga fyrir eitthvert smotterí
við kassann þegar allt í einu steinleið yfir hann
Afgreiðslufólkið rauk til með miklu írafári og fór að strumra yfir honum. Losað var um bindið, skyrtunni hneppt frá og önnur neyðarhjálp veitt.
En þegar hatturinn var tekinn af höfði hins út-afliðna kom í ljós beingaddaður kjúklingur.
Hafði maðurinn ætlað að lauma pútunni út undir
hattinum án þess að borga fyrir hana. En kuldinn
hafði þau áhrif á heilabúið að það steinleið yfir steliþjófinn á óheppilegustu stundu.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.