Ég vil byrja að taka það fram að ég er mikill Izzard aðdáandi og hef séð flesta Dvd stand up diskana hans. Ég fór á sýninguna ásamt nokkrum vinum mínum 09.03.05 og var búinn að hlakka mikið til, enda hef ég beðið eftir því að hann kæmi til landsins aftur síðan ég sá Definite Article árið 1998.

Áður en ég fór vissi ég að það væru mikil mistök að halda þetta á Brodway vegna þess að þetta er engan veginn staður til að hafa stand up. Þegar við mættum rétt rúmlega átta var kominn mikil biðröð (eins og við var að búast). Við fengum sæti vinstra meginn við sviðið sem hefðu verið fín sæti ef það hefði ekki verið búið að planta sætum á sviðið og fólk var búið að bæta við nokkrum sættum sem eyðilagði algjörlega útsýinið yfir sviðið. En við færðum okkur á stað þar sem við sáum miklu betur og þá varð allt gott. Það byrjaði að hlakka í manni þegar maður heyrði röddina í Eddie þar sem hann var að kynna Þorstein og Pétur.

Síðan steig Þorsteinn á stokk, mér fannst hann ekki vera neitt voðalega fyndinn (en það er náttlega bara mín skoðun) þegar hann var búinn að segja sína brandara þá kom Pétur, sem mér fannst ekki heldur neitt voðalega fyndinn (enn og aftur það er bara mín skoðun), þegar Pétur var búinn þá tilkynnti Eddie að hann mundi byrja eftir 15 mín því barinn væri lokaður meðan hann ætti sviðið.

20 Mínútum seinna steig keisarinn sjálfur á sviðið,kynntur af Þorsteini, og kjálkinn á mér datt í gólfið HANN VAR EKKI Í DRAG! Jæja ég hugsaði með mér að það væri nýbreytni að sjá hann svona í fjólubláum jakka og bláum gallabuxum. Þegar hann var byrjaður og maður búinn að hlæja dátt fór ég að kannast voðalega mikið við efnið þá uppgvötvaði ég að þetta var meira og minna allt gamalt efni sem hann var að segja en náttlega þar sem maðurinn er endalaust fyndinn þá hló maður.

Það sem var að fara rosalega í taugarnar á mér var fólkið sem sat á sviðinu og var alltaf að gjamma eitthvað t.d. þegar Eddie var að segja að býflugur gerðu aðeins hunang fyrir menn og birni hrópaði einhver snillingurinn: ”What about Vinne the Poo” og það voru fleiri sem voru að reyna að vera rosalega sniðugir en Eddie tókst mjög vel að skjóta þau niður jafnoft og þau byrjuðu að segja eitthvað.
Það sem fannst rosalega leiðinlegt var að rétt áður en hann saði að hann ætlaði að segja sinn síðast brandara þá leit hann á klukkuna og þá fannst mér eins og hann var ekkert voðalega mikið að nenna að vera þarna, reyndar lenti hann bara seinna um.

Í heildina ágætis uppistand sem hefði átt að verða frábært. En Eddie er konungur Stand-Upsins. 2 1/2 stjarna af 4 mögulegum.
Undirskrift