Noregur Vs. Ísland
Einu sinni voru 2 menn á veitingastað, Norðmaður og Íslendingur.
Fékk Íslendingurinn sér brauð með sultu.
Segir þá Norðmaðurinn “Hvað gerið þið Íslendingarnir við skorpuna af brauðinu þegar þið viljið hana ekki?”
Þá svarar Íslendingurinn “Við hendum auðvitað skorpunni.”
Þá segir Norðmaðurinn “Ekki við í Noregi, við skerum skorpuna, sendum hana í endurvinnslu, búum til brauð úr henni og þaðan fer brauðið til Íslands.”
Aftur fer Norðmaðurinn að blaðra “En hvað gerið þið Íslendingarnir við sultuna þegar þið eruð að borða brauð með sultu og viljið ekki meira?”
Þá svarar Íslendingurinn “Við hendum brauðinu.”
Þá segir Norðmaðurinn “Ekki við í Noregi, við sköfum sultuna af brauðinu, setjum hana í endurvinnslu, búum til sultu úr sultunni og þaðan fer sultan beint til Íslands.
Þá er Íslendingurinn orðinn verulega pirraður og sér að Norðmaðurinn er að japla á tyggjói segir hann þá ”Hvað gerið þið Norðmennir
við smokkana þegar þið eruð búnir að ríða?“
Þá svarar Norðmaðurinn ”Við hendum þeim“
Þá segir Íslendingurinn ”Ekki við Íslendingarnir, við tökum smokkana, förum með þá í endurvinnslu búum til tyggjó úr þeim og þaðan fara tyggjóin beint til Noregs.