__________________________________________________
Maður nokkur ákvað að hann ætlaði að eignast fullt af peningum á einu bretti svo hann þyrfti aldrei aftur að vinna. Besta leiðin til þess var augljóslega veðreiðar. En til að eiga sem mesta möguleika á að vinna ræður hann tölfræðing og eðlisfræðing, gefur hvorum 100 þúsund krónur og vill að þeir verði tilbúnir með niðurstöður um hvaða hestur eigi mesta möguleika á að vinna eftir mánuð.
Mánuði síðar talar hann við tölfræðinginn. Hann sýnir manninum ýmsa tölfræðiútreikninga byggða á fjölmörgum veðreiðum sem haldnar hafa verið síðustu ár, og ályktar að ákveðinn hestur eigi besta möguleika. “Mjög gott!” segir maðurinn, og fer og talar við eðlisfræðinginn. Þar er annað uppi á könnunni.
“Ég þarf eiginlega fjóra mánuði í viðbót og fimmhundruð þúsund krónur enn ef þú vilt fá nothæfar niðurstöður” segir hann og klórar sér í skegginu.
“Hvernig í ósköpunum stendur á því? Ertu ekki kominn með neina útreikninga maður?” svarar maðurinn, augljóslega pirraður.
“Jújújú, mikil ósköp af útreikningum,” flýtir eðlisfræðingurinn sér að segja og sýnir manninum þykkan stafla af pappír með útreikningum. “En þeir eru allir miðaðir við byssukúlu í lofttæmi!”
__________________________________________________
Tveir menn eru að drekka á bar á hundruðustu hæð í skýjakljúfi. Skyndilega tekur annar þeirra tekíla skot og stekkur út um gluggann. Hinn fylgist með honum falla sífellt hraðar til jarðar, en viti menn: Rétt áður en hann lendir á jörðinni hægist á honum og hann lendir mjúklega. Síðan gengur hann aftur inn og tekur lyftuna upp á barinn. Þegar hann kemur upp vindur hinn sér að honum og spyr: “Heyrðu félagi, hvernig í fjandanum fórstu að þessu?” Sá sem stökk út glottir og svarar: “Heh, þetta er ekkert mál. Ég hef sko gert þetta áður, málið er að það eru mjög sérstakir loftstraumar í kringum þennan skýjaklúf, rétt áður en maður lendir kemur mjög sterkt uppstreymi og grípur mann. Prófaðu bara sjálfur.” Hinn hugsar sig um, ‘hey, þetta virkaði hjá honum svo af hverju ekki mér?’, tekur svo tekíla skot og stekkur út um gluggann. Sá sem stökk fyrst fylgist með honum falla og glottir út í annað þegar hann lendir af fullum krafti og flest út á götunni fyrir neðan. Síðan gengur hann yfirvegaður aftur að barnum og pantar sér viskí. Barþjónninn hellir í glas fyrir hann og segir: “Veistu, þú ert geeðveikt leiðinlegur þegar þú ert fullur Súpermann!”
__________________________________________________
Ferðalangur kemur á bóndabæ þar sem hann sér fyrir utan stóran gölt, sem er svosem ekkert merkilegt út af fyrir sig, nema það að gölturinn er með einn tréfót. Rekinn áfram af forvitni ákveður hann að spyrja bóndannn hvernig á þessu standi. “Ja, það er nú saga að segja frá því drengur minn,” segir bóndinn. “Fyrir þrem árum þá kviknaði í bænum um miðja nótt. Ég vakna við það að gölturinn er búinn að vippa mér upp á bakið á mér og hleypur með mig út úr brennandi húsinu. Ekki nóg með það, heldur hleypur hann aftur inn og nær í konuna mína, og svo son minn sem var þá fimm ára. Þessi göltur bjargaði þar með lífi okkar allra, en lét hann það duga? Ónei, hann hleypur aftur inn í eldinn og sækir veskið mitt. Þessi göltur, drengur minn, er hetja!” Ferðalangurinn er augljóslega mjög undrandi á þessari furðusögu, en spyr samt: “Það útskýrir samt ekki af hverju hann er með tréfót?” “Jú drengur minn, svona svín étur maður nefninlega ekki allt í einu…”
Peace through love, understanding and superior firepower.