Ég fann þessa brandara úr nokkrum rykgömlum Séð og Heyrt blöðum. Þótt þessir brandarar séu gamlir eru þeir enn þá fyndnir.
1.) Sorgmæddur maður sat við barinn og starði ofan í glasið sitt. Hann hafði setið þar í meira en klukkutíma þegar stór og mikill maður gekk til hans, settist við hliðina á honum, tók drykkinn hans og kláraði hann. Aumingja maðurinn táraðist.
- Æ, láttu ekki svona, sagði sá sem drakk drykkinn. - Ég skal kaupa annan drykk handa þér.
- Nei, það er ekki það sem er að, sagði maðurinn volandi. - Þessi dagur hefur verið sá versti í lífi mínu. Ég svaf yfir mig og var of seinn í vinnuna. Yfirmaður minn rak mig. Þegar ég kom út af skrifstofuni uppgvötaði ég að bílnum mínum hafi verið stolið. Ég veifaði leigubíl á götunni en fann þá út að ég hafði gleymt veskinu heima þannig að ég gekk alla tólf kílómetrana heim til mín.
Þar fann ég konuna mína í rúminu með nágranna okkar, þannig að ég tók bara veskið mitt og kom hingað. Og þegar ég var um það bil að fara að binda endi á líf mitt kemur þú og drekkur eitrið mitt.
2.) Ég var í bílprófi í gær.
- Og stóðstu prófið?
- Ég veit það ekki!
Prófdómarinn er enn þá meðvitundarlaus.
3.) Ungur strákur kom hlaupandi og stöðvaði lögregluþjón sem átti leið þar hjá. - Pabbi er að slást á barnum. Geturðu komið með mér og stoppað slaginn, bað strákurinn.
Lögregluþjónnin hljóp inn á barinn mað stráknum og þar voru þrír menn í hörkuslag. Lögregluþjóninn skildi á flogahundana að og spurði strákinn. - Jæja, her af þessum mönnum er pabbi þinn?
- Ég veit það ekki. Þeir eru nefninlega að slást út af því.
4.) Rósa við afgreiðslumanninn í stórmarkaðinum:
- Þú misreiknaðir þig um 500 krónur í gær.
Afgreyðslumaðurinn: - Það var leiðinlegt. Þú hefður átt að segja mér frá því í gær. Nú er ekkert hægt að gera.
Rósa: - Nú, það er fínt, þá held ég bara 500 kallinum!
5.) Bill Gates og forstjóri Ford voru saman á ráðstefnu. Þeir þurftu að svara talsvet mörgum spurningum frá áheyrendum úti í sal. Gates fékk spurningu um tækniþróun innan Microsoft og svaraði grobbinn: - Ef Ford hefði haldið áfram tækniþróuninni eins og við höfum gert í tölvugeiranum þá værum við akandi um á bílum sem kostuðu aðeins 3.000 krónur og kæmust 1.000 kílómetra á einum bensínlítra.
- Það getur vel verið, sagði forstjóri Ford. - En myndirðu virkilega vilja að bíllinn þinn hryndi tvisvar sinnum á dag?