Um leið og ég heilsa ykkur, þá kem ég hér með tvo brandara. En ég vil
vara fólk við að þeir eru heldur ógeðslegir, ef út í það er farið. En ef
maður er í rétta skapinu þá geta þeir verið fyndnir, svo að ekki taka
þeim of alvarlega.
Brandari 1. Kona ein býr efst í háum turni. Hún er að fara að fæða barn
og leggst því upp rúm. En því miður, þegar að fæðingunni kom, skaust
barnið út úr henni, klesstist upp við vegginn á turninum, og dó.
Í næsta skiptið þegar hún þarf að fæða barn, gerist slíkt hið sama:
Barnið skýst út úr henni, klessist upp við vegginn og deyr.
Í þriðja skiptið ákveður hún að eitthvað verði hún að gera til þess að
koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Hún fær sér því markvörð
og lætur hann vera við vegginn ef barnið skyldi nú skjótast að honum.
Jæja, barnið skýst út og markmaðurinn grípur það. En það er ekki nóg
með það, heldur gerir hann eins og markvörðum er einum lagið: Hann
sparkar hann barninu út um gluggann!!
Viðkvæmum er svo varað við næsta brandara, en eins og ég segi,
öllum finnst þetta frekar ógeðslegt. En slíkt kann samt að vera fyndið
ef maður er ekki að taka hlutina of alvarlega!
Brandari 2. Hjón sem ekki geta sjálf eignast barn fara á ættleiðinga-
stofnun í leit að barni. Læknir býður þau velkomin og leiðir þau að gangi
með nokkrum herbergjum.
Hann leiður þau inn í fyrsta herbergið. Þar sjá þau heilbrigð börn. Síðan
sýnir hann þeim næsta herbergi. Þar eru tiltölulega heilbrigð börn, en þó
aðeins lömuð. Í næsta herbergi þar við hliðina fá þau svo að sjá nokkuð
vansköpuð börn. Síðan leiðir læknirinn þau í enn eitt herbergið. Þar eru
ennþá vanskapaðari börn en þau höfðu áður séð. Það ýmist vantaði á
þeim útlimi eða að þau voru með fleiri útlimi en tíðkast.
En að lokum leiddi læknirinn þau inn í síðasta herbergið á ganginum.
Þar inni á gólfinu var einn pappakassi. Læknirinn sagði svo: ,,Jæja, hér
sjáiði svo síðasta barnið sem þið getið valið úr um.“ Hann opnaði kassann.
Hjónin litu inn í hann. Og viti menn, þetta barn var bara ekkert annað
en tvö augu. En það er ekki nóg með það, því að læknirinn bætti við:
,,en ég ætti samt að vara ykkur við að þetta barn er blint”.
Ég kveð í bili.
Evklíð.