Málfræðin er ekki svo galin og þá sérstaklega þegar kemur að því að flokka orð í kyn. Nokkrar góðar skýringar á því hvers vegna orð eru karlkyns eða kvenkyns:
Svissneskur vasahnífur: Karlkyns, því þó að hann virðist til margs nýtilegur, eyðir hann mestum tíma sínum í að opna flöskur.
Loftbelgur: Karlkyns, því til að koma honum þangað sem þú vilt, þarftu að kveikja undir honum… fyrir utan heita útblástursopið neðst á honum.
Vefsíða: Kvenkyns, því það er alltaf verið að fara á hana.
Skór: Karlkyns, því vanalega er hann ótilhafður með tunguna úti.
Ljósritunarvél: Kvenkyns, því þegar það er slökkt á henni, tekur heila eilífð að hita hana upp aftur. Og þegar hún er orðin heit, er hún gagnleg til fjölföldunar ef ýtt er á réttu takkana og vegna þess að allt fer í steik ef ýtt er á vitlausa takka.
Sjálflokandi pokar: Karlkyns, vegna þess að þeir geta haldið öllu inni, það sést alltaf í gegnum þá.
Strætó: Karlkyns, vegna þess að þeir nota alltaf sömu gömlu leiðina til að ná í fólk.
Hamar: Karlkyns, vegna þess að þrátt fyrir að hafa ekki þróast neitt í fjölda ára, þá er alltaf gagnlegt að hafa einn á heimilinu.
Fjarstýring: Kvenkyns, því hún veitir karlmönnum ánægju, hann er ómögulegur án hennar og þrátt fyrir að hann viti ekki hvaða takka eigi að ýta á, þá reynir hann alltaf áfram.
Hjólbarði: Karlkyns, því hann verður sköllóttur fyrir rest, oft er of mikið loft í honum og stundum verður hann vindlaus.
Stundaglas: Ætti að vera kvenkyns, því eftir því sem tíminn líður færist þyngdin neðar.
Nýru: Ættu að vera kvenkyns, því þau fara alltaf á salernið tvö saman.
————————————————-
Get ég fengið eins dags frí?
Hversu oft er ekki stjórnandi spurður slíkrar spurningar? Við fréttum af einum sem er með svarið á reiðum höndum og notar það óspart. Það skal hinsvegar látið ósvarað hversu vel það virkar, en það sakar ekki að reyna.
Svar stjórnandans:
Svo þig langar í frí á morgun. Hugsaðu eitt augnablik um hvað þú ert að biðja um. Það eru 365 mögulegir vinnudagar í árinu sem gera 52 vinnuvikur. Þú hefur þegar 2ja daga frí um hverja helgi, sem skilja eftir 261 mögulega vinnudaga. Og þar sem þú eyðir 16 tímum daglega frá vinnu, sem eru samtals 170 vinnudagar, þá eru 91 dagur eftir til vinnu. Þú eyðir 30 mínútum dag hvern í pásur, sem gera samtals 23 daga á ári, og skilja þá eftir 68 daga til vinnu. Þú eyðir einnu klukkustund á dag í mat sem gera samtals 46 daga á ári, og eru þá 22 dagar eftir til vinnu. Þú tekur að jafnaði 2ja daga veikindafrí á ári, sem skilja eftir 20 daga til vinnu. Þú færð frí á 9 hátíðisdögum á ári, og þá eru 11 dagar eftir til vinnu. Þú hefur tekið að jafnaði 10 daga sumarfrí á ári, og þá er aðeins EINN dagur eftir til vinnu og það er ALVEG ÚTILOKAÐ að þú fáir frí þennan eina dag.
————————————————-
Maður einn keyrði eftir fáförnum vegi, þegar hann allt í einu sá nunnu standa við vegarbrúnina og veifa merkis um að hana vantaði far. Maðurinn stoppaði og bauð henni far með sér. “Ertu að fara langt?” spurði hann nunnuna. -“Að næstu krossgötum”, svaraði nunnan. -“Þá verð ég að fá það hjá þér”, sagði maðurinn, frekar í gamni en alvöru. En honum til mikillar undrunar tók nunnan vel í þetta og sagði að hann myndi fá sitt er þau kæmu að næstu krössgötunum. En hann yrði að taka sig aftan frá. Þetta samþykkti hann og keyrði áfram þar til að krossgötunum kom. Þar fóru þau bæði út úr bílnum. Nunnan fletti upp um sig pilsinu og beygði sig fram með afturendann að manninum, sem var ekki lengi að gera þarfir sínar. Að þessu loknu sagðist hann gjarnan vilja hitta hana aftur og spurði hvað hún héti. -“Ég heiti Jón Jónsson, og er að fara á grímuball,” var svarað…
“Ég vil ekki læra að bíða og bíða,