Okei kannski hefur þessi brandari verið sendur hér inn áður… En mér finnst þetta vera geðveikt fyndinn brandari og hef ekki séð hann hér áður!!!
Hér kemur hann :
Einu sinni var önd. Öndin fór eitt sinn á bar og pantaði sér viskí, hún fékk sér 3 viskíglös. Síðan næsta dag þá kom öndin aftur á barinn og spjallaði aðeins við barþjóninn. Öndin spurði barþjóninn : ,,Er heitur matur hérna í hádeginu ? Því ég er nefnilega múrari og ég vinn hérna rétt hjá.” Barþjónnin svaraði því játandi, það var matur í hádeginu á hverjum degi.
Alla næstu viku kom öndin í hádeginu og fékk sér hádegismat á barnum. En síðasta daginn í vikunni þá sagði barþjónninn við öndina : ,,Það er sirkús hérna rétt hjá og ég var að hugsa um hvort þú vildir ekki vera í honum ?” Þá hugsaði öndin sig um og sagði loks :,,Bíddu nú við, eru ekki alsberar konur og ljónatemjarar í sirkúsum?” Þjónnin sagði já við því. Þá sagði öndin : ,,Hvað í fjandanum hafa þau með múrara að gera þar ?”