Nokkrir svaðalegir! Gamall maður kom til úrsmiðsins með gamalt úr, “Það hætti að ganga, en ég var búinn að trekkja það.”
Úrsmiðurinn opnaði nú úrið og út úr því datt dauð bjalla.
“það er engin furða að úrið hafi stoppað” stundi gamli maðurinn,“vélstjórinn dauður.”


Sóknarpresturinn var að heimsækja eitt sóknarbarnið, háaldraða konu. Hann tekur eftir skál fullri af girnilegum hnetum á stofuborðinu. Mætti ég fá mér nokkrar? spyr hann. Gjörðu svo vel svarar gamla konan.
Eftir klukkustundarspjall stendur presturinn loks upp til að fara.
Hann tekur þá eftir því að hann hefur klárað allar hneturnar úr skálinni!
Ég bið þig forláts á því að hafa klárað allar hneturnar úr skálinni, ég ætlaði bara að fá mér nokkrar, segir presturinn hálf vandræðalegur.
Æ það er allt í lagi svarar gamla konan.
Það eina sem ég get gert eftir að ég missti tennurnar er að sjúga súkkulaðið utan af þeim.



Jón og Kalli höfðu verið vinir í þrjátíu ár og gengið saman í gegnum súrt og sætt. En núna lá Kalli á dánarbeðinu og Jón var við hlið hans. Seinustu mínúturnar kallaði Kalli á Jón til einkaviðtals: „Jón, þú veist að við erum búnir að vera vinir í þrjátíu ár. Ég á mér eina ósk, sem aðeins þú getur uppfyllt. Villtu uppfylla hana fyrir mig?“ „Segðu mér bara hver óskin er,“ sagði Jón „og ég skal uppfylla hana með ánægju, hver sem hún er.“ „Þú manst eftir því að ég á wiskýflösku sem ég hef geymt óopna í 15 ár. Ég vil að þú hellir wiskýinu úr henni yfir gröfina mína þegar ég verð farinn héðan. Villtu gera það?“ „Auðvitað,“ sagði Jón. „En væri þér sama þó að ég léti wiskýið renna í gegnum nýrun á mér fyrst?“



Það var eitt sinn stór og mikill vörubílstjóri sem gékk inn á bar og kom það auga á mann sem sat grafkyr og horfði á eitt viskíglas. Hann spurði barþjóninn sem sagði að maðurinn væri búinn að vera þarna í næstum tvo klukkutíma.
Vörubílstjórinn ákvað að stríða manninum, tók viskíglasið og hellti því í sig í einum teig.
En þá fór maðurinn að hágrenja.
Bílstjórinn varð dauðskelkaður og bauðst til að kaupa nýtt glas fyrir hann.
Þá svaraði maðurinn; Nei, það er ekki glasið.
Sko, fyrst sef ég yfir mig, missi að strætó og mæti alltof seint í vinnuna.
Þess vegna er yfirmaðurinn minn búin að reka mig.
Á sama andartaki hringir konan mín í mig og segist vilja skilnað því hún hitti einnhvern gæja á blæjubíl niður í bæ.
Þegar ég kem út er búið að stela bílnum mínum svo ég hringi á leigubíl en fatta þá að veskið mitt með öllum peningunum mínum og kortunum var í bílnum.
Leigubílstjórinn býðst til að aka mér heim.
Þegar ég kem þangað er búið að gera íbúðina upptæka til að borga upp skuldirnar hjá nýja manninum hennar konunnar minnar.
Þá datt mér í hug að fara á barinn til að hressa mig við en lendi auðvitað í hellirigningu.
Svo kemur þú hérna á barinn og drekkur viskíið mitt með öllu eitrinu sem ég á


Einu sinni voru þrír fótboltaáhugamenn að þvælast um Sádi Arabíu.

Einn hélt með Leeds, annar með Liverpool en sá þriðji með Man Utd.

Auðvitað voru þeir allir fullir, en það er stranglega bannað í Saudi Arabíu, þannig að þeir voru allir handteknir. Svo voru þeir leiddir fyrir sheikinn. Sem sagði." Vegna drykkjuskapar á almannafæri verðið þið allir hýddir 50 svipuhöggum.

En vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur hjá okkur ætla ég að veita ykkur tvær óskir hvorum.

Kom svo að því að hýða átti Leedsarann svo hann bað um að fá kodda bundinn á bakið á sér og bestu fáanlega læknishjálp ef með þyrfti. Kom svo að því að hann var hýddur, en koddinn dugði ekki nema í 15 svipuhögg þannig að hann varð alblóðugur og næstum dauður eftir þessa

meðferð. En fékk læknishjálp. Síðan kom að! liverpool manninum….Hann sagði ég vil fá tvo kodda bundna á bakið á mér, og ef með þarf þá bestu læknisaðstoð sem um getur.

Svo kom að hýðingunni. koddarnir dugðu í 30 svipuhögg. Blóðugur en á lífi fékk liverpool maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur. Loksins kom að Man Utd manninum. Hann sagði hátt og snjallt…BÆTIÐI VIÐ 200 svipuhöggum og bindið helvítis liverpool manninn á bakið á mér.


Með kæri kveðju Bonzi!