Vel efnaður hélt framhjá konunni sinni með ritaranum sínum. Og gerir það helvíti oft.
Einn daginn segir ritarinn honum sláandi fréttir: hún er ólétt.
Læknirinn gefur henni þrjátíu millur og segir við hana : “Hérna, farðu til Ítalíu með þetta. Og þegar þú fæðir skaltu senda mér kort sem stendur á spaghetti svo að konan mín fatti ekkert ef að hún les það.”
Ritarinn segir ókei og flýgur til Ítalíu.
Níu mánuðum seinna berst lækninum kort. Hann fær hjartaáfall þegar hann les það svo það þarf að flytja hann á spítala.
Þá sér konan hans kortið og les. Þar stendur: “Spaghetti, spaghetti, spaghetti. Tvö með pylsu og eitt án.”
Maður og kona höfðu verið hamingjusamlega gift í 20 ár og áttu þrjá krakka. En konunni fannst alltaf eitt skrítið við manninn sinn. Hann heimtaði alltaf að njóta ásta með slökkt ljósið.
Eina nóttina voru þau í miðjum klíðum og þá rekur konan allt í einu olnbogann í ljósið.
Þá sér hún að karlinn er ekki að nota vininn í verkið heldur er hann að nota gervityppi.
Konan brjálast og öskrar: “Hvernig í andskotanum útskýrir þú þetta?!?!?”
Maðurinn verður vandræðalegur og segir: “ÉG útskýri þetta fyrir ÞÉR. ÞÚ útskýrir þetta fyrir KRÖKKUNUM.”
Gleðileg jól allir saman (ekki brandari).