Tilraun – rannsókn á nýrri (dýra)tegund!

Við tókum fyrst sýn og öfluðum okkur upplýsinga um það. Eftir að hafa borið sýnið saman við píranafiska, hamstraúrgang, beljuhala, pennastrik, gíraffa, górillur, skólasóla, litað hár á sýrlenskum hesti, Cheerios og hálft blað af rós komumst við að því að hvað sem þetta væri, þá væri það eitt sinnar tegundar.

Staðreyndir:
- ljóst á kollinn
- bláeygt
- hávaxið miðað við apa
- geri maður eitthvað fyndið gefur það frá sér skrítin hljóð eins og það sé að kafna og andlitið verður eldrautt í framan, eins og á órangúta á mökunartíma, sem eykur líkurnar á því að þeta sé ný apategund.
- getur ekki setið kyrrt
- vaggar til hliðar við tónlist
- húðin/skinnið/feldurinn/fjaðrirnar/hreystrið er frekar dökkt, en…. hitt er ljóst.

Við höldum að þetta sé skepna sem er náskyld aoa. Við erum því miður ekki viss. En þetta talar líka hratt og borðar ananas. Það sem helst er gegn þeirri athugasemd að þetta sé api er að það borðar EKKI banana!

Því er niðurstaðan augljóslega þessi: GULLFISKUR!


Undirritað:
Doktor Hornös
Prófessor Svanhóll
Gúllíus háskólarektor






Þetta er ekki beint brandari, en þar sem það er enginn stjórnandi á Sorpinu þá langaði mér til að senda þetta hingað…. þetta er í það minnsta fyndið, þið verðið nú að viðurkenna það. Og tilraunadýrið var bekkjarsystir mín.