Maður nokkur var að lesa í blaði og sá þar auglýsingu:
Nýr Porsche, 20.000 kr!
Maðurinn hélt að þetta hlyti að vera brandari, hverjum dytti í hug að selja nýjan Porsche á bara 20.000 krónur! En ef svo ólíklega vildi til að þetta væri nú rétt þá ákvað maðurinn að láta á reyna.
Hann fór að húsi konunnar og fyrir utan húsinð stóð næstum glænýr Porsche. Hann barði að dyrum og talaði við konuna, og spurði hana svo hvort hann mætti ekki fara í smá rúnt á bílnum til að prófa hann. Konan leyfði honum það og, viti menn, bílinn var eins og nýr, rann mjúklega um göturnar og allt var í lagi.
Hann keyrði bílinn aftur að húsinu og spurði konuna hvers vegna hún væri að selja þessa fínu bifreið á bara 20.000 krónur.
Jú, sagði konan, maðurinn minn stakk af með ritaranum sínum og sagði mér að ég mætti halda bæði húsinu og öllum húsgögnunum, með því skilyrði að ég seldi Porsche-inn og sendi honum peningana!