Til að vita hvernig er að vera annar maður þá skaltu fá að labba 1 kílómetra í skónum hans og eftir það “who cares” þú ert með skóna hans og eins kílómetra forskot…
einn gamall með
Eftir hvert flug skrifar flugmaðurinn hjá sér atriði sem hann tók eftir á meðan hann var að fljúga sem fór í taugarnar á honum. Svo fá flugvélavirkjarnir listana og fara yfir þá og skrifa niður hjá sér hvað þeir gerðu til að laga vandamálið. Þetta er einn af þeim listum frá Quantas Airlines í Ástralíu. Flugmaðurinn segir vandamálið og vélvirkinn segir hvað hann gerði til að lagfæra vandamálið.
F: Flugmaðurinn
V: Vélvirkinn.
F: Vinstra dekkið að innan þarfnast fljótlega viðgerðar.
V: Mun fljótlega skipta um vinstra dekkið að innan.
F: Tilrauna flugið var í lagi en sjálvirka lendingin var of hörð.
V: Sjálvirk lending er ekki í þessari týpu af flugvél.
F: Eithvað er laust í stjórnklefanum.
V: Eithvað var hert í stjórnklefanum.
F: Dauðar pöddur á framrúðunni.
V: Var að panta fleiri lifandi pöddur fyrir framrúðu.
F: Ef maður ýtir á “Hold” takkan á Autopilot á flugi fer flugvélinn að lækka flugið um 200 fet á mínútu.
V: Get ekki lagað vandamálið á jörðinni.
F: Ummerki um leka á hægri lendingarbúnaðinum.
V: Ummerki fjarlægð.
F: DME hljóðstyrkurinn er ótrúlega hár.
V: DME hljóðstyrkurinn settur á trúlegri stillingu.
F: Mótspyrnu læsinginn veldur því að inngjöfin festist.
V: Til þess er hún.
F: IFF virkar ekki.
V: IFF virkar ekki vegna þess að hún er stillt á OFF.
F: Grunar að það sé sprunga í rúðunni.
V: Mig grunar að þú hafir rétt fyrir þér.
F: Vantar hreyfil númer 3
V: Hreyfill 3 fannst á vængnum eftir smá leit.
F: Flugvélin farin að haga sér skringilega.
V: Flugvélin er vöruð við að haga sér skringilega.
F: Heyrist ekkert nema hummmm… í radarnum.
V: Texti settur í radarinn.
F: Mús í stjórnklefanum.
V: Köttur settur í stjórnklefann.