Hópur vinkvenna á ferðalagi rekur augun í fimm hæða hótel með stóru skilti sem á stendur:,, Aðeins fyrir konur”. Þar sem konurnar voru karlmannslausar á ferðalagi ákveða þær að skoða hótelið. Í lobbíinu er sérlega huggulegur maður sem útskýrir hver s konar hótel þetta er.,, Við erum með fimm hæðir. Farið upp og þið getið dvalið um stund á þeirri hæð sem ykkur líst best á! Til að auðvelda ykkur valið eru allar hæðirnar merktar sérstaklega með því sem þær bjóða upp á.” Konurnar flissa af kátínu og eftirvæntingu og ryðjast nánast upp stigann. Þegar þær koma á 1. hæðina stendur:Allir karlmenn með stuttan og þunnan. Vinkonurnar hlæja og halda áfram upp. Á skiltinu á annarri hæð stendur: Allir karlmenn hér með langan og þunnan. Konurnar halda ótrauðar áfram og blóðið ólgar í æðum þeirra. Þegar þær koma á 3. hæð blasir við þeim skilti: Allir karlmenn hér með stuttan og þykkan. Forvitnin kraumar hjá konunum því þær eru ekki komnar upp á topp. Þær skokka upp stigann og lýst bara ansi vel á skiltið á 4. hæð: Allir karlmenn hér með langan og þykkan.. Konurnar espast upp og ætla inn á hæðina þegar þær átta sig á því að enn er ein hæð eftir. Til þess að komast að því af hverju þær eru að missa fara þær upp á 5. hæð og líta á skiltið.: Hér eru engir karlmenn. Þessi hæð var byggð til að sanna það í eitt skipti fyrir öll að það er ekki nokkur leið að þóknast konum.
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið. Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,, En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?” Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann. Þegar nemendurnir höfðu jafnarð sig eftir hláturinn , leit kennarinn á gæjann og sagði: ,,Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni.”