Hjón, sem voru búin að vera gift í 50 ár. Þau voru á sjötugsaldri, og karlinn hafi sagt konuni sinni að hún mætti aldrei fara í kassa sem var undir rúminu hans.

En eftir fimmtíu ár varð konan orðin forvitin og freistaðist til að opna kassann, en í kassanum var ekkert nema tvær dósir og 140.000 krónur í seðlum og þegar maðurinn hennar kom heim spyr hún hann að því hvað væri svona merkilegt við innihaldið í kassanum og kallinn svarar að fyrir hverja flösku hefur hann haldið framhjá henni einu sinni.

En konan hugsar jæja tvisvar sinnum á 50 árum það er ekki mikið og hún ákveður að fyrirgefa honum en svo spyr hún
“Afhverju allur þessi peningur er þarna”. Og karlinn svarar
“Það er fyrir dósirnar sem ég er búinn að fara með í endurvinnslu”

———————————————————————————————————————-

Mamman fór í heimsókn til sonar síns, og gekk beint inn án þess að banka eins og hennar er siður, nema hvað á móti henni tekur ljúf ilmvatnslykt og rósablöðum hafði verið stráð um alla stofuna.

Tengdadóttirin liggur alsnakin í sófanum ástleitin á svip, mamman spyr
“Hvað í ósköpunum gengur hér á?” Tengdadóttirin svarar:
“Þetta eru ástarfötin mín”,
“Stundum tek ég á móti manni mínum með því að setja á mig ilmvatn, dreifa rósarblöðunum um allt og bíð síðan nakin hér í stofunni. Þegar ég geri þetta verður hann óskaplega rómantískur og við njótum ásta í fleiri klukkutíma”. Þetta líst mömmunni vel á! hún drífur sig heim fer í sturtu, setur á sig besta ilmvatnið sitt og bíður nakin inni í stofu.

Loks kemur maður hennar heim, klukkutíma of seint, sér konuna í sófanum og spyr:
,,Hvað er nú þetta?“, mamman svarar
”Þetta eru ástarfötin mín“, Þá svaraði maðurinn fremur hastarlega
”Það þarf að strauja þau! hvað er í matinn"!