Karlkyn - Kvenkyn
Málfræðin er ekki svo galin og þá sérstaklega þegar kemur að því að flokka orð í kyn. Nokkrar góðar skýringar á því hvers vegna orð eru karlkyns eða kvenkyns:


Svissneskur vasahnífur: Karlkyns, því þó að hann virðist til margs nýtilegur, eyðir hann mestum tíma sínum í að opna flöskur.


Loftbelgur: Karlkyns, því til að koma honum þangað sem þú vilt, þarftu að kveikja undir honum… fyrir utan heita útblástursopið neðst á honum.


Vefsíða: Kvenkyns, því það er alltaf verið að fara á hana.


Skór: Karlkyns, því vanalega er hann ótilhafður með tunguna úti.


Ljósritunarvél: Kvenkyns, því þegar það er slökkt á henni, tekur heila eilífð að hita hana upp aftur. Og þegar hún er orðin heit, er hún gagnleg til fjölföldunar ef ýtt er á réttu takkana og vegna þess að allt fer í steik ef ýtt er á vitlausa takka.


Sjálflokandi pokar: Karlkyns, vegna þess að þeir geta haldið öllu inni, það sést alltaf í gegnum þá.


Strætó: Karlkyns, vegna þess að þeir nota alltaf sömu gömlu leiðina til að ná í fólk.


Hamar: Karlkyns, vegna þess að þrátt fyrir að hafa ekki þróast neitt í fjölda ára, þá er alltaf gagnlegt að hafa einn á heimilinu.


Fjarstýring: Kvenkyns, því hún veitir karlmönnum ánægju, hann er ómögulegur án hennar og þrátt fyrir að hann viti ekki hvaða takka eigi að ýta á, þá reynir hann alltaf áfram.


Hjólbarði: Karlkyns, því hann verður sköllóttur fyrir rest, oft er of mikið loft í honum og stundum verður hann vindlaus.


Stundaglas: Ætti að vera kvenkyns, því eftir því sem tíminn líður færist þyngdin neðar.


Nýru: Ættu að vera kvenkyns, því þau fara alltaf á salernið tvö saman.